Zodiac - fjórar stjörnur 22. maí 2007 00:01 Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Myndasöguhöfundurinn Robert Graysmith komst næst því að ráða gátuna um hver Zodiac væri og byggir myndin á samnefndri metsölubók hans. Graysmith starfaði sem skopmyndahöfundur hjá San Francisco Chronicle en Zodiac sendi meðal annars bréfin sín þangað. Zodiac-myndinni má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn beinir sjónum að skrifum blaðamannsins drykkfellda Robert Avery um málið og flókinni rannsókn lögreglumannsins David Toschi þegar Zodiac-morðinginn var enn á kreiki en seinni hluti myndarinnar fjallar um grúsk Graysmith í alls kyns rykföllnum skjölum þegar Zodiac-morðinginn var flestum gleymdur og grafinn. Leikstjóranum David Fincher bregst ekki bogalistin í Zodiac þótt honum virðist vera orðið tamt að teygja lopann um of. Fincher hefur hins vegar gott auga fyrir því hvernig á að byggja upp spennu og halda áhorfandanum við efnið án þess að notast við blóðugt ofbeldi eða eltingarleiki. Styrkur Zodiac liggur þó fyrst og fremst í snilldarlega skrifuðu handriti James Vanderbilt og leik þeirra Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og Jake Gyllenhaal. Downey gæti hafa farið langt með að tryggja sér Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn sem hinn ofurdjúsaði og drykkfelldi Avery. Gyllenhaal fer létt með að vera skátinn Graysmith og Ruffalo kemur skemmtilega á óvart sem lögreglumaðurinn Toschi. Zodiac stendur undir væntingum og er enn ein rósin í hnappagatið hjá Fincher. Hún er hins vegar í lengsta lagi og gætu óþolinmóðir því átt erfitt með sig undir rest þótt þeir lifi eflaust lokin af. Freyr Gígja Gunnarsson Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Myndasöguhöfundurinn Robert Graysmith komst næst því að ráða gátuna um hver Zodiac væri og byggir myndin á samnefndri metsölubók hans. Graysmith starfaði sem skopmyndahöfundur hjá San Francisco Chronicle en Zodiac sendi meðal annars bréfin sín þangað. Zodiac-myndinni má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn beinir sjónum að skrifum blaðamannsins drykkfellda Robert Avery um málið og flókinni rannsókn lögreglumannsins David Toschi þegar Zodiac-morðinginn var enn á kreiki en seinni hluti myndarinnar fjallar um grúsk Graysmith í alls kyns rykföllnum skjölum þegar Zodiac-morðinginn var flestum gleymdur og grafinn. Leikstjóranum David Fincher bregst ekki bogalistin í Zodiac þótt honum virðist vera orðið tamt að teygja lopann um of. Fincher hefur hins vegar gott auga fyrir því hvernig á að byggja upp spennu og halda áhorfandanum við efnið án þess að notast við blóðugt ofbeldi eða eltingarleiki. Styrkur Zodiac liggur þó fyrst og fremst í snilldarlega skrifuðu handriti James Vanderbilt og leik þeirra Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og Jake Gyllenhaal. Downey gæti hafa farið langt með að tryggja sér Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn sem hinn ofurdjúsaði og drykkfelldi Avery. Gyllenhaal fer létt með að vera skátinn Graysmith og Ruffalo kemur skemmtilega á óvart sem lögreglumaðurinn Toschi. Zodiac stendur undir væntingum og er enn ein rósin í hnappagatið hjá Fincher. Hún er hins vegar í lengsta lagi og gætu óþolinmóðir því átt erfitt með sig undir rest þótt þeir lifi eflaust lokin af. Freyr Gígja Gunnarsson
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira