Pálína farin í Keflavík 26. maí 2007 11:00 Pálína Gunnlaugsdóttir hefur verið ein af lykilmönnunum á bak við sigurgöngu Haukanna. Hér er hún í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík í vetur. MYND/Vilhelm „Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
„Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum