Bíða íslenska afmælisins 26. maí 2007 11:00 Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sagði engin hátíðahöld hér á landi vegna 30 ára afmælis Star Wars, en þó væri ekki enn útséð um þau. MYND/Hari Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum ekki með neitt á okkar snærum, en það er spurning hvort við reynum ekki að gera eitthvað úr þessu á íslenska afmælinu,“ sagði Gísli, en enn eru nokkrir mánuðir í það. „Íslendingar urðu að bíða svolítið lengi eftir þessari mynd, þetta var náttúrulega öðruvísi í gamla daga. Ég held að hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en í október 1978. Ég man að fyrir þrjátíu árum síðan var ég að leika mér í Star Wars leik án þess að hafa séð myndina og alveg að drepast úr spenningi,“ sagði hann. Samkvæmt Gísla er tækifærið til að fagna afmæli Star Wars þó ekki enn runnið úr greipum aðdáenda. „Myndin náði ekki hámarki fyrr en í desember, þegar hún var sýnd í um tvö þúsund sölum. Fyrst var hún bara sýnd í fjörutíu sölum,“ útskýrði Gísli. „Afmælið er út allt árið þannig séð,“ bætti hann við. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum ekki með neitt á okkar snærum, en það er spurning hvort við reynum ekki að gera eitthvað úr þessu á íslenska afmælinu,“ sagði Gísli, en enn eru nokkrir mánuðir í það. „Íslendingar urðu að bíða svolítið lengi eftir þessari mynd, þetta var náttúrulega öðruvísi í gamla daga. Ég held að hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en í október 1978. Ég man að fyrir þrjátíu árum síðan var ég að leika mér í Star Wars leik án þess að hafa séð myndina og alveg að drepast úr spenningi,“ sagði hann. Samkvæmt Gísla er tækifærið til að fagna afmæli Star Wars þó ekki enn runnið úr greipum aðdáenda. „Myndin náði ekki hámarki fyrr en í desember, þegar hún var sýnd í um tvö þúsund sölum. Fyrst var hún bara sýnd í fjörutíu sölum,“ útskýrði Gísli. „Afmælið er út allt árið þannig séð,“ bætti hann við.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein