Fimmta kvikmyndin um Harry Potter og ævintýri hans, The Order of the Phoenix, verður heimsfrumsýnd í Japan hinn 28. júní.
Talið er að Japan hafi orðið fyrir valinu eftir að önnur framhaldsmynd, Spider-Man 3, var frumsýnd þar í landi og sló öll aðsóknarmet.
Fyrri Harry Potter-myndirnar fjórar hafa tekið inn um 200 milljarða króna alls í miðasölu víðsvegar um heiminn og er vitaskuld búist við góðri aðsókn á nýju myndina. Sjöunda og síðasta Harry Potter-bókin, Harry Potter and the Deathly Hallows, kemur út síðar í sumar.