Latibær á ferð og flugi 31. maí 2007 09:30 Magnús Scheving. Latibær er á miklu flugi um þessar mundir og verða þættirnir meðal annars teknir til sýninga hjá ABC-sjónvarpsstöðinni í Ástralíu. Latibær er á miklu flugi og ekki sér fyrir endann á velgengni þessa fyrirtækis. Heilbrigðismálayfirvöld í þremur löndum eru áhugasöm um að taka þátt í að fá krakka heimsins til að hreyfa sig. „Við erum að vinna mjög náið með Caroline Flint, heilbrigðisráðherra Bretlands, og vonandi byrjum við með þetta átak sem allra fyrst,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Lazy Town. Nú styttist í að glæsilegu orkuátaki verði hleypt af stokkunum í Bretlandi. Svipað átak sló í gegn á Íslandi fyrir þremur árum og fékk meðal annars norrænu heilsuverðlaunin 2004. „Ég reikna síðan með að eiga fundi með bæði heilbrigðisráðherrum Þýskalands og Kanada,“ bætir Magnús við. Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvort sjálfur Jamie Oliver myndi ganga til liðs við Latabæ en Magnús svaraði þeim vangaveltum eins og sannur pólitíkus: „Því er ekki að leyna að við höfum verið í viðræðum við þann hóp en þetta eru svona meira þreifingar. Oliver er meira í eldri hópnum en við í þeim yngri. En við höfum verið að athuga hvernig við gætum sameinað þá,“ segir Magnús og ljóst er að ef af yrði myndi það vekja enn meiri athygli á Latabæ í Bretlandi. Latibær hefur hins vegar náð verulegri fótfestu á Bretlands-markaði og Magnús upplýsir að velta fyrirtækisins í smásölu sé í kringum hundrað milljónir dollara eða sex milljarða íslenskra króna. Þá hyggur þátturinn á mikla innrás til Ástralíu en þættirnir verða sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni sem er ein sú virtasta í heimi. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Latibær er á miklu flugi og ekki sér fyrir endann á velgengni þessa fyrirtækis. Heilbrigðismálayfirvöld í þremur löndum eru áhugasöm um að taka þátt í að fá krakka heimsins til að hreyfa sig. „Við erum að vinna mjög náið með Caroline Flint, heilbrigðisráðherra Bretlands, og vonandi byrjum við með þetta átak sem allra fyrst,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Lazy Town. Nú styttist í að glæsilegu orkuátaki verði hleypt af stokkunum í Bretlandi. Svipað átak sló í gegn á Íslandi fyrir þremur árum og fékk meðal annars norrænu heilsuverðlaunin 2004. „Ég reikna síðan með að eiga fundi með bæði heilbrigðisráðherrum Þýskalands og Kanada,“ bætir Magnús við. Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvort sjálfur Jamie Oliver myndi ganga til liðs við Latabæ en Magnús svaraði þeim vangaveltum eins og sannur pólitíkus: „Því er ekki að leyna að við höfum verið í viðræðum við þann hóp en þetta eru svona meira þreifingar. Oliver er meira í eldri hópnum en við í þeim yngri. En við höfum verið að athuga hvernig við gætum sameinað þá,“ segir Magnús og ljóst er að ef af yrði myndi það vekja enn meiri athygli á Latabæ í Bretlandi. Latibær hefur hins vegar náð verulegri fótfestu á Bretlands-markaði og Magnús upplýsir að velta fyrirtækisins í smásölu sé í kringum hundrað milljónir dollara eða sex milljarða íslenskra króna. Þá hyggur þátturinn á mikla innrás til Ástralíu en þættirnir verða sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni sem er ein sú virtasta í heimi.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira