Lífeyrissjóðsmál aldraðra 31. maí 2007 00:01 Velferðarmálin og þar á meðal málefni aldraðra koma í hlut Samfylkingarinnar í hinni nýju ríkisstjórn. Þessi mál eru nú færð undir félagsmálaráðuneytið. Hér á árum áður heyrðu almannatryggingarnar undir félagsmálaráðuneytið og þá lagði Alþýðuflokkurinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skip- að á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sigurðardóttir er félagsmálaráðherra í nýju stjórninni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál aldraðra. Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jóhönnu fyrir þessu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borgara og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin vill afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga og stefna að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkisstjórnin búi til ný aldursmörk fyrir ellilífeyrisþega. Fólk fer á eftirlaun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikillar skerðingar á tryggingabótum þeirra. Eftir að ellilífeyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að afnema eigi skerðingar tryggingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldursmörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerðingu tryggingabóta vegna launatekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Einnig segir í stefnuyfirlýsingunni, að skoða eigi hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Það var í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur án skerðingar tryggingabóta. Verður að ætla að félagsmálaráðherra reyni að tryggja það. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlistum eldri borgara eftir hjúkrunarrými og að tryggja sem flestum einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að hraða beri uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölgað. Einnig á að efla sólarhringsþjónustu fyrir aldraða og auka einstaklingsmiðaða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en önnur vantar, t.d. um að lækka skatt á lífeyristekjum. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta lífeyrissjóðstekna, sem telst fjármagnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Velferðarmálin og þar á meðal málefni aldraðra koma í hlut Samfylkingarinnar í hinni nýju ríkisstjórn. Þessi mál eru nú færð undir félagsmálaráðuneytið. Hér á árum áður heyrðu almannatryggingarnar undir félagsmálaráðuneytið og þá lagði Alþýðuflokkurinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skip- að á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sigurðardóttir er félagsmálaráðherra í nýju stjórninni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál aldraðra. Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jóhönnu fyrir þessu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borgara og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin vill afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga og stefna að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkisstjórnin búi til ný aldursmörk fyrir ellilífeyrisþega. Fólk fer á eftirlaun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikillar skerðingar á tryggingabótum þeirra. Eftir að ellilífeyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að afnema eigi skerðingar tryggingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldursmörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerðingu tryggingabóta vegna launatekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Einnig segir í stefnuyfirlýsingunni, að skoða eigi hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Það var í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur án skerðingar tryggingabóta. Verður að ætla að félagsmálaráðherra reyni að tryggja það. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlistum eldri borgara eftir hjúkrunarrými og að tryggja sem flestum einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að hraða beri uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölgað. Einnig á að efla sólarhringsþjónustu fyrir aldraða og auka einstaklingsmiðaða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en önnur vantar, t.d. um að lækka skatt á lífeyristekjum. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta lífeyrissjóðstekna, sem telst fjármagnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun