Lóan við vatn í Feneyjum 1. júní 2007 09:00 Lóan er megintáknið í myndlist Steingríms Eyfjörðs Kristmundssonar sem er fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum þetta sumarið. Steingrímur Eyfjörð stendur í stórum móttökusal við Stóra kanalinn í Feneyjum og stýrir uppsetningu á sýningu sinni sem verður framlag Íslands til tvíæringsins þar í borg sem er haldinn í 52. sinn í sumar. Það er rétt tæp vika í opnun þar og gólfið og salinn eru menn í óða önn að klæða með vatnsþéttum krossvið, ekki vegna flóðahættunnar þótt salurinn sé rétt ofan við vatnsborðið í kanalnum, heldur vegna þess að Steingrími þykir hlutlaus liturinn á krossviðnum rýma vel við fornt umhverfi salarins og máða liti sem eru ráðandi í sýningunni hans. Gólfið í nær tvö hundruð fermetra salnum er steinlagt en mynstrið undir fótum manna er líka máð. Hér lyktar allt af fornri sögu: yfirskrift tvíæringsins er upp á alþjóðlega verslunartungu engilsaxa: Think with the Senses - Feel with the Mind. Steingrímur segir að þá hann fékk það verkefni síðasta haust að taka saman sýningu hafi hann afráðið að leggja af stað eins og smalinn forðum og leita ekki enn finna: „Ég tók viðtöl við fjölda manna og þá komu upp í hendurnar á mér hugmyndir sem ég tók að velta fyrir mér. Ég var ráðinn í að fara ekki af stað með fyrirfram ákveðna hugmynd, heldur hafa ferlið lifandi og opið en ekki afráðið og vélrænt." Sýningin skiptist enda í nokkur hólf. Grunnhugmyndin tengist íslenskasta allra fugla, vorboðanum ljúfa, lóunni. „Það eru fuglar í öllum menningarheimum sem boða vorið, koma þeirra staðfestir árstíðirnar. Það er lóan hjá okkur og rauðbrystingurinn hjá Ameríkönum." Þegar honum er bent á að farfuglar vorsins voru veiddir í net og háfa á Ítalíu og notaðir sem veislumatur, hlær hann við og segir það dæmigert: „Íslendingar bjuggu við matarforða en kunnu ekki að notfæra sér hann." Hann varð fengsælli á veiðum sínum á hugmyndum sem efnivið í sýninguna: í tengslum við lóuna sem vorboða sem á upptök sín í rómantísku stefnunni var honum staðar numið við ævi og verk fjölfræðingsins Benedikts Gröndal. Um það leyti var deilt um flutning á húsi Gröndals við Vesturgötu. „Í flestum löndum væri slíkt hús lagt undir safn um merkilegan mann. Benedikt skrifaði árið 1853 merkilega grein um fagurfræði sem ég birti í sýningarskránni. Þar er undirstrikað að listin á sér engin landamæri, hún er ekki bundin þjóðerni. Hann var 28 ára gamall og stóð báðum fótum í klassískri menningu fornaldar og menningu norrænna þjóða. Mér finnst þessi hugsun eiga erindi hingað til Feneyja og merkilegt að við höfum átt mann um miðja nítjándu öld sem hugsaði svona." Þriðji þátturinn í efnivið sýningarinnar er líka frá fyrri tíð: Steingrímur gerir sér mat úr þjóðfræði, hugmyndum okkar um huldufólk sem veruleika. Á sýningu hans eru gripir sem sagðir eru úr eigu huldufólks og hann höndlar frásagnir af samskiptum manna og huldufólks sem staðreynd sem hlýtur að koma flestum Evrópumönnum á óvart, svo langt er síðan upplýsingin drap í dróma hugmyndir á meginlandinu um yfirskyggða staði, álfa, tröll og goðmögn ýmiss konar, þótt hinn goðsögulegi heimur hafi eflst mjög í skáldskap og kvikmyndum að sama skapi hin síðari ár. „Þetta tengist allt saman sem íslenskur veruleiki," segir Steingrímur og hefur litlar áhyggjur af þessu efnisvali sínu og samþættingu. Hann er að vonum sæll með dvöl sína í Feneyjum. Fáar borgir halda jafn vel utan um þegna sína á þröngum götum lausar við bílaumferð. Íslenski sýningarsalurinn er nú nokkuð langt frá hinu stóra sýningarsvæði þar sem flestar sýningar tvíæringsins fara fram. Það er Hanna Styrmisdóttir sem er framkvæmdastjóri verkefnisins en með þeim þar suður frá eru þau Úlfur Grönvold, Sigrún Sirra Sigurðardóttir og Erling Klingenberg að vinna við uppsetninguna. Yfir öllu vakir svo dr. Christian Schoen, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, fyrir hönd menntamálaráðuneytis. Opnun verður að kvöldi 6. júní en almenningi verður greiður aðgangur að sýningunni hinn 10. og stendur sýningin uppi í Feneyjum til hausts. Steingrímur Eyfjörð á að baki langan feril í myndlist sinni sem hefur jafnan litið á hugmyndir okkar sem efnivið sinn. Hundruð þúsunda manna munu leggja leið sína til Feneyja að sjá tvíæringinn þetta sumar sem hin fyrri en sýningin heldur enn sinni yfirburðastöðu meðal stórsýninga á myndlist Evrópu. Auk framlags frá menntamálaráðuneyti er Baugur helsti styrktaraðili sýningar Íslands þetta árið en að auki leggja margir aðrir minna til: Landsvirkjun, Glitnir, Landsbankinn, Reykjavíkurborg, utanríkisráðuneytið, Straumur-Burðarás, Tryggingamiðstöðin, Icelandair, Island Tours og Vodafone. Steingrímur segir sýninguna verða komna upp nú um helgina og segist spenntur að sjá hvernig safn sitt af íslenskum sérkennum muni njóta sín í fimm hundruð ára gömlum móttökusal við vatnsborð lónsins mikla þar sem Feneyjar rísa úr hafi. Þangað er enda stefnt miklum fjölda gesta og ekki ólíklegt að þessi sneið af veruleika okkar verði mörgum minnisstæð sem þangað rata. Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Steingrímur Eyfjörð stendur í stórum móttökusal við Stóra kanalinn í Feneyjum og stýrir uppsetningu á sýningu sinni sem verður framlag Íslands til tvíæringsins þar í borg sem er haldinn í 52. sinn í sumar. Það er rétt tæp vika í opnun þar og gólfið og salinn eru menn í óða önn að klæða með vatnsþéttum krossvið, ekki vegna flóðahættunnar þótt salurinn sé rétt ofan við vatnsborðið í kanalnum, heldur vegna þess að Steingrími þykir hlutlaus liturinn á krossviðnum rýma vel við fornt umhverfi salarins og máða liti sem eru ráðandi í sýningunni hans. Gólfið í nær tvö hundruð fermetra salnum er steinlagt en mynstrið undir fótum manna er líka máð. Hér lyktar allt af fornri sögu: yfirskrift tvíæringsins er upp á alþjóðlega verslunartungu engilsaxa: Think with the Senses - Feel with the Mind. Steingrímur segir að þá hann fékk það verkefni síðasta haust að taka saman sýningu hafi hann afráðið að leggja af stað eins og smalinn forðum og leita ekki enn finna: „Ég tók viðtöl við fjölda manna og þá komu upp í hendurnar á mér hugmyndir sem ég tók að velta fyrir mér. Ég var ráðinn í að fara ekki af stað með fyrirfram ákveðna hugmynd, heldur hafa ferlið lifandi og opið en ekki afráðið og vélrænt." Sýningin skiptist enda í nokkur hólf. Grunnhugmyndin tengist íslenskasta allra fugla, vorboðanum ljúfa, lóunni. „Það eru fuglar í öllum menningarheimum sem boða vorið, koma þeirra staðfestir árstíðirnar. Það er lóan hjá okkur og rauðbrystingurinn hjá Ameríkönum." Þegar honum er bent á að farfuglar vorsins voru veiddir í net og háfa á Ítalíu og notaðir sem veislumatur, hlær hann við og segir það dæmigert: „Íslendingar bjuggu við matarforða en kunnu ekki að notfæra sér hann." Hann varð fengsælli á veiðum sínum á hugmyndum sem efnivið í sýninguna: í tengslum við lóuna sem vorboða sem á upptök sín í rómantísku stefnunni var honum staðar numið við ævi og verk fjölfræðingsins Benedikts Gröndal. Um það leyti var deilt um flutning á húsi Gröndals við Vesturgötu. „Í flestum löndum væri slíkt hús lagt undir safn um merkilegan mann. Benedikt skrifaði árið 1853 merkilega grein um fagurfræði sem ég birti í sýningarskránni. Þar er undirstrikað að listin á sér engin landamæri, hún er ekki bundin þjóðerni. Hann var 28 ára gamall og stóð báðum fótum í klassískri menningu fornaldar og menningu norrænna þjóða. Mér finnst þessi hugsun eiga erindi hingað til Feneyja og merkilegt að við höfum átt mann um miðja nítjándu öld sem hugsaði svona." Þriðji þátturinn í efnivið sýningarinnar er líka frá fyrri tíð: Steingrímur gerir sér mat úr þjóðfræði, hugmyndum okkar um huldufólk sem veruleika. Á sýningu hans eru gripir sem sagðir eru úr eigu huldufólks og hann höndlar frásagnir af samskiptum manna og huldufólks sem staðreynd sem hlýtur að koma flestum Evrópumönnum á óvart, svo langt er síðan upplýsingin drap í dróma hugmyndir á meginlandinu um yfirskyggða staði, álfa, tröll og goðmögn ýmiss konar, þótt hinn goðsögulegi heimur hafi eflst mjög í skáldskap og kvikmyndum að sama skapi hin síðari ár. „Þetta tengist allt saman sem íslenskur veruleiki," segir Steingrímur og hefur litlar áhyggjur af þessu efnisvali sínu og samþættingu. Hann er að vonum sæll með dvöl sína í Feneyjum. Fáar borgir halda jafn vel utan um þegna sína á þröngum götum lausar við bílaumferð. Íslenski sýningarsalurinn er nú nokkuð langt frá hinu stóra sýningarsvæði þar sem flestar sýningar tvíæringsins fara fram. Það er Hanna Styrmisdóttir sem er framkvæmdastjóri verkefnisins en með þeim þar suður frá eru þau Úlfur Grönvold, Sigrún Sirra Sigurðardóttir og Erling Klingenberg að vinna við uppsetninguna. Yfir öllu vakir svo dr. Christian Schoen, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, fyrir hönd menntamálaráðuneytis. Opnun verður að kvöldi 6. júní en almenningi verður greiður aðgangur að sýningunni hinn 10. og stendur sýningin uppi í Feneyjum til hausts. Steingrímur Eyfjörð á að baki langan feril í myndlist sinni sem hefur jafnan litið á hugmyndir okkar sem efnivið sinn. Hundruð þúsunda manna munu leggja leið sína til Feneyja að sjá tvíæringinn þetta sumar sem hin fyrri en sýningin heldur enn sinni yfirburðastöðu meðal stórsýninga á myndlist Evrópu. Auk framlags frá menntamálaráðuneyti er Baugur helsti styrktaraðili sýningar Íslands þetta árið en að auki leggja margir aðrir minna til: Landsvirkjun, Glitnir, Landsbankinn, Reykjavíkurborg, utanríkisráðuneytið, Straumur-Burðarás, Tryggingamiðstöðin, Icelandair, Island Tours og Vodafone. Steingrímur segir sýninguna verða komna upp nú um helgina og segist spenntur að sjá hvernig safn sitt af íslenskum sérkennum muni njóta sín í fimm hundruð ára gömlum móttökusal við vatnsborð lónsins mikla þar sem Feneyjar rísa úr hafi. Þangað er enda stefnt miklum fjölda gesta og ekki ólíklegt að þessi sneið af veruleika okkar verði mörgum minnisstæð sem þangað rata.
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira