Engin samkeppni hjá hjónunum 9. júní 2007 07:00 Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Rúnar Freyr sló á létta strengi þegar Fréttablaðið spurði hann út í væntanlega „samkeppni" þeirra skötuhjúa og taldi það alls ekki skjóta skökku við að þau væru að starfa á sitthvorri vígstöðinni. „Ég er einn af þeim sem trúa því að þegar verið er að setja upp barnasöngleiki í báðum húsum bakki þeir hvor annan upp. Ég lít því miklu frekar svo á að við séum í samvinnu frekar en samkeppni," segir Rúnar Freyr, sem verður í hlutverki Dreitils skógardvergs í uppfærslunni í ár, en sá er mikill örlagavaldur í ævintýrinu. Gunnar Helgason mun leikstýra Skilaboðaskjóðunni en önnur aðalhlutverk eru í höndum Þórunnar Lárusdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Friðriks Friðrikssonar auk þess sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri eru í stórum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur," segir leikstjórinn, sem stefnir aukinheldur á að betrumbæta fyrri uppsetningu ævintýrsins sem sýnt var fyrir tæpum fimmtán árum. „Ég hef unnið mikið í barnaefni í gegnum tíðina og upp á síðkastið hef ég mest verið að leikstýra söngleikjum. Skilaboðaskjóðan sem barnasöngleikur sameinar þetta tvennt og því er þetta algjört draumaverkefni fyrir mig," segir Gunnar. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að ævintýrið um Gosa verður stóra barnaleikrit Borgarleikhússins í vetur og þá hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna Óvitana eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Sigurður Sigurjónsson situr í leikstjórnarstólnum, Jón Ólafsson sér um tónlist og á meðal leikara verða þeir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Karlsson og Þráinn Karlsson. Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Rúnar Freyr sló á létta strengi þegar Fréttablaðið spurði hann út í væntanlega „samkeppni" þeirra skötuhjúa og taldi það alls ekki skjóta skökku við að þau væru að starfa á sitthvorri vígstöðinni. „Ég er einn af þeim sem trúa því að þegar verið er að setja upp barnasöngleiki í báðum húsum bakki þeir hvor annan upp. Ég lít því miklu frekar svo á að við séum í samvinnu frekar en samkeppni," segir Rúnar Freyr, sem verður í hlutverki Dreitils skógardvergs í uppfærslunni í ár, en sá er mikill örlagavaldur í ævintýrinu. Gunnar Helgason mun leikstýra Skilaboðaskjóðunni en önnur aðalhlutverk eru í höndum Þórunnar Lárusdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Friðriks Friðrikssonar auk þess sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri eru í stórum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur," segir leikstjórinn, sem stefnir aukinheldur á að betrumbæta fyrri uppsetningu ævintýrsins sem sýnt var fyrir tæpum fimmtán árum. „Ég hef unnið mikið í barnaefni í gegnum tíðina og upp á síðkastið hef ég mest verið að leikstýra söngleikjum. Skilaboðaskjóðan sem barnasöngleikur sameinar þetta tvennt og því er þetta algjört draumaverkefni fyrir mig," segir Gunnar. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að ævintýrið um Gosa verður stóra barnaleikrit Borgarleikhússins í vetur og þá hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna Óvitana eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Sigurður Sigurjónsson situr í leikstjórnarstólnum, Jón Ólafsson sér um tónlist og á meðal leikara verða þeir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Karlsson og Þráinn Karlsson.
Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira