Horfði á landsleikinn úr sjúkrarúminu 19. júní 2007 00:01 Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar. „Ég fékk nýrnasteinakast aðfaranótt sunnudags og var fluttur á spítala í sjúkrabíl. Þar dvaldi ég síðan meðan leikurinn fór fram því miður. Ég hef aldrei forfallast á slíkan hátt áður í leik. Þetta var líka tíminn til að lenda á spítala. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsinu. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín að fá nýrnasteinakast en því fylgja ólýsanlegar kvalir. „Þetta var alveg hrikalega sárt. Ég vissi hreinlega ekki hvað var að gerast því kvalirnar voru óbærilegar. Þær eru ólýsanlegar,“ sagði Guðmundur en náði hann að sjá leikinn. „Já, ég náði nú að sjá leikinn. Ég horfði á hann við illan leik í sjúkrarúminu enda búinn að fá sterk lyf við verkjunum. Ég var nú ekkert hoppandi upp og niður enda var ég ekki í neinu ástandi til að standa í slíku.“ Alfreð og Guðmundur hafa náð vel sama með landsliðið og Guðmundur þekkir það best af eigin raun hversu gott það er að hafa góðan aðstoðarmann til að benda á hluti sem kannski fara fram hjá þjálfaranum í hita leiksins. „Alfreð er frábær þjálfari en það er oft gott að fá góð ráð og út á það gengur slíkt samstarf. Ég treysti samt Einari vel fyrir þessu enda vanur maður,“ sagði Guðmundur en Einar aðstoðaði einmitt Guðmund þegar hann var landsliðsþjálfari á sínum tíma. Guðmundur sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði áfram með Alfreð ætli hann að þjálfa landsliðið áfram. Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar. „Ég fékk nýrnasteinakast aðfaranótt sunnudags og var fluttur á spítala í sjúkrabíl. Þar dvaldi ég síðan meðan leikurinn fór fram því miður. Ég hef aldrei forfallast á slíkan hátt áður í leik. Þetta var líka tíminn til að lenda á spítala. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsinu. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín að fá nýrnasteinakast en því fylgja ólýsanlegar kvalir. „Þetta var alveg hrikalega sárt. Ég vissi hreinlega ekki hvað var að gerast því kvalirnar voru óbærilegar. Þær eru ólýsanlegar,“ sagði Guðmundur en náði hann að sjá leikinn. „Já, ég náði nú að sjá leikinn. Ég horfði á hann við illan leik í sjúkrarúminu enda búinn að fá sterk lyf við verkjunum. Ég var nú ekkert hoppandi upp og niður enda var ég ekki í neinu ástandi til að standa í slíku.“ Alfreð og Guðmundur hafa náð vel sama með landsliðið og Guðmundur þekkir það best af eigin raun hversu gott það er að hafa góðan aðstoðarmann til að benda á hluti sem kannski fara fram hjá þjálfaranum í hita leiksins. „Alfreð er frábær þjálfari en það er oft gott að fá góð ráð og út á það gengur slíkt samstarf. Ég treysti samt Einari vel fyrir þessu enda vanur maður,“ sagði Guðmundur en Einar aðstoðaði einmitt Guðmund þegar hann var landsliðsþjálfari á sínum tíma. Guðmundur sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði áfram með Alfreð ætli hann að þjálfa landsliðið áfram.
Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira