Horfði á landsleikinn úr sjúkrarúminu 19. júní 2007 00:01 Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar. „Ég fékk nýrnasteinakast aðfaranótt sunnudags og var fluttur á spítala í sjúkrabíl. Þar dvaldi ég síðan meðan leikurinn fór fram því miður. Ég hef aldrei forfallast á slíkan hátt áður í leik. Þetta var líka tíminn til að lenda á spítala. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsinu. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín að fá nýrnasteinakast en því fylgja ólýsanlegar kvalir. „Þetta var alveg hrikalega sárt. Ég vissi hreinlega ekki hvað var að gerast því kvalirnar voru óbærilegar. Þær eru ólýsanlegar,“ sagði Guðmundur en náði hann að sjá leikinn. „Já, ég náði nú að sjá leikinn. Ég horfði á hann við illan leik í sjúkrarúminu enda búinn að fá sterk lyf við verkjunum. Ég var nú ekkert hoppandi upp og niður enda var ég ekki í neinu ástandi til að standa í slíku.“ Alfreð og Guðmundur hafa náð vel sama með landsliðið og Guðmundur þekkir það best af eigin raun hversu gott það er að hafa góðan aðstoðarmann til að benda á hluti sem kannski fara fram hjá þjálfaranum í hita leiksins. „Alfreð er frábær þjálfari en það er oft gott að fá góð ráð og út á það gengur slíkt samstarf. Ég treysti samt Einari vel fyrir þessu enda vanur maður,“ sagði Guðmundur en Einar aðstoðaði einmitt Guðmund þegar hann var landsliðsþjálfari á sínum tíma. Guðmundur sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði áfram með Alfreð ætli hann að þjálfa landsliðið áfram. Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar. „Ég fékk nýrnasteinakast aðfaranótt sunnudags og var fluttur á spítala í sjúkrabíl. Þar dvaldi ég síðan meðan leikurinn fór fram því miður. Ég hef aldrei forfallast á slíkan hátt áður í leik. Þetta var líka tíminn til að lenda á spítala. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsinu. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín að fá nýrnasteinakast en því fylgja ólýsanlegar kvalir. „Þetta var alveg hrikalega sárt. Ég vissi hreinlega ekki hvað var að gerast því kvalirnar voru óbærilegar. Þær eru ólýsanlegar,“ sagði Guðmundur en náði hann að sjá leikinn. „Já, ég náði nú að sjá leikinn. Ég horfði á hann við illan leik í sjúkrarúminu enda búinn að fá sterk lyf við verkjunum. Ég var nú ekkert hoppandi upp og niður enda var ég ekki í neinu ástandi til að standa í slíku.“ Alfreð og Guðmundur hafa náð vel sama með landsliðið og Guðmundur þekkir það best af eigin raun hversu gott það er að hafa góðan aðstoðarmann til að benda á hluti sem kannski fara fram hjá þjálfaranum í hita leiksins. „Alfreð er frábær þjálfari en það er oft gott að fá góð ráð og út á það gengur slíkt samstarf. Ég treysti samt Einari vel fyrir þessu enda vanur maður,“ sagði Guðmundur en Einar aðstoðaði einmitt Guðmund þegar hann var landsliðsþjálfari á sínum tíma. Guðmundur sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði áfram með Alfreð ætli hann að þjálfa landsliðið áfram.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira