Enn um samvinnufélög Jón Sigurðsson skrifar 22. júní 2007 02:00 Í grein minni hér í Fréttablaðinu 19. júní sl. vakti ég athygli á því að í samvinnufélagi á ekki að myndast neitt „fé án hirðis", en þetta gerðist hérlendis vegna sérstakra sögulegra og lagalegra ástæðna. Eftir lagabreytingar 2001 eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi. Samvinnuformið hefur dafnað bæði vestan hafs og austan á undanförnum árum. Það hentar hópum sem hafa hagsmuni að verja en leita ekki eftir hámörkun einkaarðs. Það hentar í velferðar- og félagsþjónustu, á menntasviði og í húsnæðis- og fjölskylduþjónustu. Auk þess hentar það t.d. sem þjónustu- og framkvæmdaafl á jaðarsvæðum og í dreifbýli. Í grein minni gat ég þess að takmarkanir eru á ráðstöfun stofnsjóðseignar í samvinnufélagi. Þannig fylgir t.d. aðild einstaklings að samvinnufélagi viðskiptalegri þátttöku og erfist ekki skv. 17.gr. laga um samvinnufélög. Aftur á móti ber samvinnufélagi skv. 38.gr. laganna að greiða erfingjum inneign í stofnsjóði við andlát félagsmanns. Í samvinnustarfi þekkjast ýmis sérstæð félagsform. Eitt þeirra er gagnkvæm félög, einkum á sviði trygginga. Eins og nafnið bendir til hafa þau sérstöðu. Starfshættir þeirra og verkssvið hafa t.d. verið skilgreind ólíkt því sem átt hefur við um íslensk kaupfélög. Samvinnutryggingar störfuðu sem gagnkvæmt félag og voru skrásettar þannig meðal annarra samvinnufélaga. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vék réttilega að þessu í grein hér í Fréttablaðinu 20. júní sl. - en í sérstökum tilgangi eins og sjá má af grein hans. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í grein minni hér í Fréttablaðinu 19. júní sl. vakti ég athygli á því að í samvinnufélagi á ekki að myndast neitt „fé án hirðis", en þetta gerðist hérlendis vegna sérstakra sögulegra og lagalegra ástæðna. Eftir lagabreytingar 2001 eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi. Samvinnuformið hefur dafnað bæði vestan hafs og austan á undanförnum árum. Það hentar hópum sem hafa hagsmuni að verja en leita ekki eftir hámörkun einkaarðs. Það hentar í velferðar- og félagsþjónustu, á menntasviði og í húsnæðis- og fjölskylduþjónustu. Auk þess hentar það t.d. sem þjónustu- og framkvæmdaafl á jaðarsvæðum og í dreifbýli. Í grein minni gat ég þess að takmarkanir eru á ráðstöfun stofnsjóðseignar í samvinnufélagi. Þannig fylgir t.d. aðild einstaklings að samvinnufélagi viðskiptalegri þátttöku og erfist ekki skv. 17.gr. laga um samvinnufélög. Aftur á móti ber samvinnufélagi skv. 38.gr. laganna að greiða erfingjum inneign í stofnsjóði við andlát félagsmanns. Í samvinnustarfi þekkjast ýmis sérstæð félagsform. Eitt þeirra er gagnkvæm félög, einkum á sviði trygginga. Eins og nafnið bendir til hafa þau sérstöðu. Starfshættir þeirra og verkssvið hafa t.d. verið skilgreind ólíkt því sem átt hefur við um íslensk kaupfélög. Samvinnutryggingar störfuðu sem gagnkvæmt félag og voru skrásettar þannig meðal annarra samvinnufélaga. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vék réttilega að þessu í grein hér í Fréttablaðinu 20. júní sl. - en í sérstökum tilgangi eins og sjá má af grein hans. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar