Verða kosningaloforðin efnd? 25. júní 2007 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar