Sýn leigjendanna 2. júlí 2007 00:15 Anne Katrhin Greiner Úr seríunni WA, mynd án titils. Mynd/Anne Katrhin Greiner Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra. Þýski myndlistarmaðurinn Anne Kathrin Greiner kannar hversdagslega staði og rými sem flestir leiða hjá sér. Þeir vekja eigi að síður upp persónulegar og sameiginlegar minningar og hvetja þannig til upprifjunar fortíðarinnar og tengingu hennar við nútímann. Þess utan fæst hún í verkum sínum við einstaklingsbundið samband manna við umhverfi sitt, áhrif þess, sögu og þýðingu. Hún sýnir ljósmyndaröðina WA sem hún gerði þegar hún var gestalistamaður í Listaháskólanum í Kyoto en þar kannaði hún hvernig íbúar borgarinnar þrífast saman og áhrif þeirra á umhverfi sitt. Celeste Roberge er hér í sinni þriðju heimsókn en áhugi hennar á norðlægum slóðum hefur leitt hana víða. Í verkum sínum leitast hún við að skapa húmoríska en jafnframt grafalvarlega tenginu milli jarðfræðilegs tíma og stundlegs tíma mannsins. Roberge er prófessor í skúlptúradeild Florida-háskóla og sýnir nú teikningar af næstu skúlptúrum sínum. Lesley Davy vinnur með ólíkar birtingarmyndir „landslags“ í verkum sínum þar sem ólíkum sjónarhornum er beitt með mismunandi tækni. Útkoman eru verk unnin með blandaðri tækni, svo sem ljósmyndum, skúlptúrum og myndvörpun. Upphaflega lagði hún áherslu á kennileiti í landslagi, hvort heldur náttúruleg eða manngerð en í seinni tíð hefur hún einnig fengist við teikningar unnar með ljósi, hljóði eða vindorku. Á sýningunni er verkið „Urban Scan“ en þar eru myndverk af manngerðum rispum eða ágangi sem stækkaðar voru upp og límdar á gólfflöt og gríðarmiklu myndverki sem varpað var á vegg byggingar sem einnig sýndi „sár“ í manngerðu landslagi sem listamaðurinn hafði fangað með sérstakri myndavél. Litháíska listakonan Inga Draguzyte fæst við prentlist af ýmsu tagi og blandar henni saman við aðrar efnisgerðir og aðferðir. Í verkum sínum er áherslan síður á bein náttúruform eða jarðfræðileg heldur reynir hún að endurskapa kraft þeirra með eigin hendi. Draguzyte hefur heimsótt Ísland einu sinni áður og setti landslagið hér þá töluvert mark á verkefni hennar „Landslag á ferð“ og fann hún sig knúna til að snúa aftur. Málarinn Sharyn Finnegan frá Bandaríkjunum er heilluð af sjónum og fjöllunum og ferðast hingað í annað sinn. Sökum þess hversu veðrabreytingar hér á landi eru örar hefur hún nú tekið upp kol í stað pensilsins til að reyna að fanga stemningu í íslensku landslagi. Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra. Þýski myndlistarmaðurinn Anne Kathrin Greiner kannar hversdagslega staði og rými sem flestir leiða hjá sér. Þeir vekja eigi að síður upp persónulegar og sameiginlegar minningar og hvetja þannig til upprifjunar fortíðarinnar og tengingu hennar við nútímann. Þess utan fæst hún í verkum sínum við einstaklingsbundið samband manna við umhverfi sitt, áhrif þess, sögu og þýðingu. Hún sýnir ljósmyndaröðina WA sem hún gerði þegar hún var gestalistamaður í Listaháskólanum í Kyoto en þar kannaði hún hvernig íbúar borgarinnar þrífast saman og áhrif þeirra á umhverfi sitt. Celeste Roberge er hér í sinni þriðju heimsókn en áhugi hennar á norðlægum slóðum hefur leitt hana víða. Í verkum sínum leitast hún við að skapa húmoríska en jafnframt grafalvarlega tenginu milli jarðfræðilegs tíma og stundlegs tíma mannsins. Roberge er prófessor í skúlptúradeild Florida-háskóla og sýnir nú teikningar af næstu skúlptúrum sínum. Lesley Davy vinnur með ólíkar birtingarmyndir „landslags“ í verkum sínum þar sem ólíkum sjónarhornum er beitt með mismunandi tækni. Útkoman eru verk unnin með blandaðri tækni, svo sem ljósmyndum, skúlptúrum og myndvörpun. Upphaflega lagði hún áherslu á kennileiti í landslagi, hvort heldur náttúruleg eða manngerð en í seinni tíð hefur hún einnig fengist við teikningar unnar með ljósi, hljóði eða vindorku. Á sýningunni er verkið „Urban Scan“ en þar eru myndverk af manngerðum rispum eða ágangi sem stækkaðar voru upp og límdar á gólfflöt og gríðarmiklu myndverki sem varpað var á vegg byggingar sem einnig sýndi „sár“ í manngerðu landslagi sem listamaðurinn hafði fangað með sérstakri myndavél. Litháíska listakonan Inga Draguzyte fæst við prentlist af ýmsu tagi og blandar henni saman við aðrar efnisgerðir og aðferðir. Í verkum sínum er áherslan síður á bein náttúruform eða jarðfræðileg heldur reynir hún að endurskapa kraft þeirra með eigin hendi. Draguzyte hefur heimsótt Ísland einu sinni áður og setti landslagið hér þá töluvert mark á verkefni hennar „Landslag á ferð“ og fann hún sig knúna til að snúa aftur. Málarinn Sharyn Finnegan frá Bandaríkjunum er heilluð af sjónum og fjöllunum og ferðast hingað í annað sinn. Sökum þess hversu veðrabreytingar hér á landi eru örar hefur hún nú tekið upp kol í stað pensilsins til að reyna að fanga stemningu í íslensku landslagi.
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira