Nikótíntyggjóið er ómissandi 9. júlí 2007 07:30 Hallgrímur Ólafsson tyggur nikótíntyggjó af miklum móð. MYND/Hörður Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Hallgrímur Ólafsson sem situr fyrir svörum. Aldur: 30 ára Draumahlutverkið? Það hlýtur að vera Hamlet. Bókin á náttborðinu? Furðulegt háttalag hunds um nótt. Skyldulesning! Hvíta tjaldið eða leiksviðið? Bæði betra. Hverjum er það að kenna að þú fórst í leiklist? Benna Erlings. Hann kom mér inn í skólann í gegnum klíku. Þannig virkar það. Besta æskuminningin? Þegar ég fékk BMX-safari hjól. Felldi tár og allt. Með eða á móti kvótakerfinu? Ef það er til eitthvað betra þá er ég á móti því. Sáttur við nýju ríkisstjórnina? Já, ég er sáttur. Hvar er best að vera? Uppi í rúmi með konunni. Þú ert orðinn of seinn á frumsýningu. Það er rautt ljós en enga löggu að sjá. Hvað gerirðu? Fer yfir á rauðu! Eða svona appelsínugulu. Hvers getur þú síst verið án? Nikótíntyggjós. Versta starf sem þú hefur unnið? Þegar ég vann við að raða lambalærum í kör í sláturhúsi í Borgarnesi. Það var viðbjóður, enda mætti ég oft of seint. Ef þú værir síamstvíburi, hvern vildirðu helst hafa fastan við þig? Ég myndi ekki vilja leggja það á nokkurn mann að vera fastur við mig. Þjóðleikhúsið eða Borgarleikhúsið? Leikfélag Akureyrar. Hvernig týpa ertu? Bolur sem þykist vera lopi en er samt enginn ullarhattur, nema þegar það á við. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Hallgrímur Ólafsson sem situr fyrir svörum. Aldur: 30 ára Draumahlutverkið? Það hlýtur að vera Hamlet. Bókin á náttborðinu? Furðulegt háttalag hunds um nótt. Skyldulesning! Hvíta tjaldið eða leiksviðið? Bæði betra. Hverjum er það að kenna að þú fórst í leiklist? Benna Erlings. Hann kom mér inn í skólann í gegnum klíku. Þannig virkar það. Besta æskuminningin? Þegar ég fékk BMX-safari hjól. Felldi tár og allt. Með eða á móti kvótakerfinu? Ef það er til eitthvað betra þá er ég á móti því. Sáttur við nýju ríkisstjórnina? Já, ég er sáttur. Hvar er best að vera? Uppi í rúmi með konunni. Þú ert orðinn of seinn á frumsýningu. Það er rautt ljós en enga löggu að sjá. Hvað gerirðu? Fer yfir á rauðu! Eða svona appelsínugulu. Hvers getur þú síst verið án? Nikótíntyggjós. Versta starf sem þú hefur unnið? Þegar ég vann við að raða lambalærum í kör í sláturhúsi í Borgarnesi. Það var viðbjóður, enda mætti ég oft of seint. Ef þú værir síamstvíburi, hvern vildirðu helst hafa fastan við þig? Ég myndi ekki vilja leggja það á nokkurn mann að vera fastur við mig. Þjóðleikhúsið eða Borgarleikhúsið? Leikfélag Akureyrar. Hvernig týpa ertu? Bolur sem þykist vera lopi en er samt enginn ullarhattur, nema þegar það á við.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira