Var alveg biðarinnar virði 23. júlí 2007 04:15 Kvikmyndatökumaðurinn verður á fleygiferð nánast allan tímann enda hefur myndinni verið lýst sem 51 mínútu löngum eltingarleik. „Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum. Þótt enn sé rúmur mánuður þar til eiginlegar tökur hefjast hefur Óttar nóg fyrir stafni. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hyggst de Bont tjalda öllu til og hefur Stopping Power verið lýst sem „51 mínútu eltingarleik þar sem bílar, einkaþotur, orrustuþotur og þyrlur koma við sögu,“ svo vitnað sé í kvikmyndabiblíuna Variety. Óttar getur að einhverju leyti tekið undir þessi orð og viðurkennir að hann sé með fiðring í maganum. „Þetta er alveg gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið ákaflega spennandi,“ segir Óttar og bætir því við að í ljósi fortíðar de Bont sem kvikmyndatökumanns sé eilítið meiri pressa á hann að standa sig. Kvikmyndatökumaðurinn segist þó vera hvergi banginn þótt hann eigi eftir að vera á fleygiferð á lofti og láði enda sé de Bont búinn að velja í kringum sig marga af fremstu áhættuleikstjórum heims. „Þetta verður allt eins öruggt og hugsast getur.“ Stórleikarinn John Cusack er eini leikarinn hingað til sem staðfest hefur verið að leiki í myndinni. Hann mun fara með hlutverk venjulegs fjölskylduföður sem verður fyrir því að húsbílnum hans er rænt í miðborg Berlínar með dóttur hans innanborðs. Tvö önnur stórnöfn hafa verið nefnd í tengslum við myndina en Óttar vildi lítið tjá sig um það mál. Meira en ár er liðið síðan Óttar var ráðinn til verksins en síðan var myndinni frestað um óákveðinn tíma. Kvikmyndatökumaðurinn sagðist vera feginn að boltinn skyldi vera farinn að rúlla. „Maður hefur verið með þetta aftan í hnakkanum allan þennan tíma og nú bíður maður bara eftir því að komast í gírinn af fullum krafti.“ Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum. Þótt enn sé rúmur mánuður þar til eiginlegar tökur hefjast hefur Óttar nóg fyrir stafni. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hyggst de Bont tjalda öllu til og hefur Stopping Power verið lýst sem „51 mínútu eltingarleik þar sem bílar, einkaþotur, orrustuþotur og þyrlur koma við sögu,“ svo vitnað sé í kvikmyndabiblíuna Variety. Óttar getur að einhverju leyti tekið undir þessi orð og viðurkennir að hann sé með fiðring í maganum. „Þetta er alveg gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið ákaflega spennandi,“ segir Óttar og bætir því við að í ljósi fortíðar de Bont sem kvikmyndatökumanns sé eilítið meiri pressa á hann að standa sig. Kvikmyndatökumaðurinn segist þó vera hvergi banginn þótt hann eigi eftir að vera á fleygiferð á lofti og láði enda sé de Bont búinn að velja í kringum sig marga af fremstu áhættuleikstjórum heims. „Þetta verður allt eins öruggt og hugsast getur.“ Stórleikarinn John Cusack er eini leikarinn hingað til sem staðfest hefur verið að leiki í myndinni. Hann mun fara með hlutverk venjulegs fjölskylduföður sem verður fyrir því að húsbílnum hans er rænt í miðborg Berlínar með dóttur hans innanborðs. Tvö önnur stórnöfn hafa verið nefnd í tengslum við myndina en Óttar vildi lítið tjá sig um það mál. Meira en ár er liðið síðan Óttar var ráðinn til verksins en síðan var myndinni frestað um óákveðinn tíma. Kvikmyndatökumaðurinn sagðist vera feginn að boltinn skyldi vera farinn að rúlla. „Maður hefur verið með þetta aftan í hnakkanum allan þennan tíma og nú bíður maður bara eftir því að komast í gírinn af fullum krafti.“
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira