Engin hækkun á lífeyri aldraðra enn Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júlí 2007 05:30 Stjórnmálaflokkarnir lofuðu eldri borgurum margvíslegum kjarabótum fyrir kosningar. Engin hækkun hefur enn orðið á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það eina,sem hefur gerst í málefnum aldraðra er að þeir,sem eru 70 ára og eldri, geta nú farið út á vinnumarkaðinn án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En þessi breyting tekur ekki til ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Þeir sæta áfram skerðingu tryggingabóta,ef þeir eru á vinnumarkaðnum. Flestir,sem ná eftirlaunaaldri,þ.e. 67 ára aldri, hætta að vinna þá vegna þess að þá vilja þeir fara að taka það rólega eftir að hafa unnið langa starfsævi en einnig vegna þess að það fer svo mikið í skatt af atvinnutekjunum.Það eru litlar líkur á því,að þeir sem hætta að vinna 67 ára fari að vinna á ný 70 ára. Það er ágætt að stuðla að því þeir eldri borgarar sem eru heilsugóðir geti verið á vinnumarkaðnum. En það er ekki aðalatriðið í kjaramálum eldri borgara. Aðalatriðið er að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum sé það hár,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Þess vegna verður lífeyririnn að hækka.Því var lofað fyrir kosningar,að svo yrði. En það kosningaloforð hefur ekki verið efnt. Eldri borgarar krefjast þess,að staðið verði við kosningaloforðið. Það eru engar efndir að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.Eldri borgarar eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þeir eiga rétt á sómasamlegum lífeyri. 210 þúsund eðlilegur lífeyrir einstaklingaHvað er sómasamlegur lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem búa einir? Hagstofan hefur kannað neysluútgjöld heimilanna í landinu og þar á meðal einstaklinga. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar 210 þúsund á mánuði fyrir neysluútgjöldum,til jafnaðar. Skattar eru hér ekki meðtaldir. Ég tel,að lífeyrir aldraðra einhleypinga ætti að nema þessari tölu,að lágmarki. Ég miða þá við þá,sem ekki fá lífeyri úr lífeyrirsjóði,heldur hafa eingöngu lífeyrir frá almannatryggingum.Í dag er lífeyrir þessara einstaklinga 126 þúsund á mánuði. Það vantar því tæplega 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax eða í síðasta lagi í haust þegar þing kemur saman. Ekki kemur til greina að bíða lengur með leiðréttingu. Það verður að efna kosningaloforðin.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir lofuðu eldri borgurum margvíslegum kjarabótum fyrir kosningar. Engin hækkun hefur enn orðið á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það eina,sem hefur gerst í málefnum aldraðra er að þeir,sem eru 70 ára og eldri, geta nú farið út á vinnumarkaðinn án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En þessi breyting tekur ekki til ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Þeir sæta áfram skerðingu tryggingabóta,ef þeir eru á vinnumarkaðnum. Flestir,sem ná eftirlaunaaldri,þ.e. 67 ára aldri, hætta að vinna þá vegna þess að þá vilja þeir fara að taka það rólega eftir að hafa unnið langa starfsævi en einnig vegna þess að það fer svo mikið í skatt af atvinnutekjunum.Það eru litlar líkur á því,að þeir sem hætta að vinna 67 ára fari að vinna á ný 70 ára. Það er ágætt að stuðla að því þeir eldri borgarar sem eru heilsugóðir geti verið á vinnumarkaðnum. En það er ekki aðalatriðið í kjaramálum eldri borgara. Aðalatriðið er að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum sé það hár,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Þess vegna verður lífeyririnn að hækka.Því var lofað fyrir kosningar,að svo yrði. En það kosningaloforð hefur ekki verið efnt. Eldri borgarar krefjast þess,að staðið verði við kosningaloforðið. Það eru engar efndir að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.Eldri borgarar eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þeir eiga rétt á sómasamlegum lífeyri. 210 þúsund eðlilegur lífeyrir einstaklingaHvað er sómasamlegur lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem búa einir? Hagstofan hefur kannað neysluútgjöld heimilanna í landinu og þar á meðal einstaklinga. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar 210 þúsund á mánuði fyrir neysluútgjöldum,til jafnaðar. Skattar eru hér ekki meðtaldir. Ég tel,að lífeyrir aldraðra einhleypinga ætti að nema þessari tölu,að lágmarki. Ég miða þá við þá,sem ekki fá lífeyri úr lífeyrirsjóði,heldur hafa eingöngu lífeyrir frá almannatryggingum.Í dag er lífeyrir þessara einstaklinga 126 þúsund á mánuði. Það vantar því tæplega 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax eða í síðasta lagi í haust þegar þing kemur saman. Ekki kemur til greina að bíða lengur með leiðréttingu. Það verður að efna kosningaloforðin.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun