Alvöru aðdáendur sjá báðar 26. júlí 2007 00:00 Jakob Þór Einarsson og Helga Braga við upptökur á íslensku útgáfu Simpsons-myndarinnar. Helga Braga fer með hlutverk inúítakonu.Fréttablaðið/Anton „Það er nú alltaf svolítil tilhlökkun í manni fyrir frumsýningu en maður er orðinn svo sjóaður að maður lætur það ekki á sig fá lengur,“ segir Jakob Þór Einarsson sem leikstýrir íslensku talsetningunni á Simpsons-myndinni. Þó Jakob sé reyndur maður veit hann sem er að til eru svo harðir aðdáendur gulu fjölskyldunnar að erfitt gæti orðið að gera þeim til geðs. „Það er auðvitað fullt af sjálfskipuðum Simpsons-sérfræðingum sem geta glaðst yfir því að þetta sé ekki alveg eins og fyrirmyndin,“ segir Jakob og hlær. „En ég er allavega virkilega ánægður. Við fengum svo fína leikara,“ segir hann ennfremur. Simpsons Loksins á leið á hvíta tjaldið. Og það er hárétt hjá Jakobi, leikaralistinn er ekkert slor. Örn Árnason fer með hlutverk Hómers, Margrét Vilhjálmsdóttir talar fyrir Marge, Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir Bart og Álfrún Örnólfsdóttir fyrir Lísu. Í öðrum stórum hlutverkum eru Ellert A. Ingimundarson, Þröstur Leó Gunnarsson, Helga Braga Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Jóhann Sigurðarson sem er sögumaður. Jakob telur ekki ólíklegt að yngri kynslóðin sæki frekar í íslensku útgáfuna og sú eldri í þá ensku. Þá kunni íslenska útgáfan að henta þeim vel sem ekki eru nógu sleipir í ensku. Þó telur Jakob líklegt að margir muni sjá báðar útgáfurnar. „Já, allir alvöru aðdáendur sjá báðar. Þó ekki væri nema bara til að hneykslast á þeirri íslensku!“ Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Það er nú alltaf svolítil tilhlökkun í manni fyrir frumsýningu en maður er orðinn svo sjóaður að maður lætur það ekki á sig fá lengur,“ segir Jakob Þór Einarsson sem leikstýrir íslensku talsetningunni á Simpsons-myndinni. Þó Jakob sé reyndur maður veit hann sem er að til eru svo harðir aðdáendur gulu fjölskyldunnar að erfitt gæti orðið að gera þeim til geðs. „Það er auðvitað fullt af sjálfskipuðum Simpsons-sérfræðingum sem geta glaðst yfir því að þetta sé ekki alveg eins og fyrirmyndin,“ segir Jakob og hlær. „En ég er allavega virkilega ánægður. Við fengum svo fína leikara,“ segir hann ennfremur. Simpsons Loksins á leið á hvíta tjaldið. Og það er hárétt hjá Jakobi, leikaralistinn er ekkert slor. Örn Árnason fer með hlutverk Hómers, Margrét Vilhjálmsdóttir talar fyrir Marge, Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir Bart og Álfrún Örnólfsdóttir fyrir Lísu. Í öðrum stórum hlutverkum eru Ellert A. Ingimundarson, Þröstur Leó Gunnarsson, Helga Braga Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Jóhann Sigurðarson sem er sögumaður. Jakob telur ekki ólíklegt að yngri kynslóðin sæki frekar í íslensku útgáfuna og sú eldri í þá ensku. Þá kunni íslenska útgáfan að henta þeim vel sem ekki eru nógu sleipir í ensku. Þó telur Jakob líklegt að margir muni sjá báðar útgáfurnar. „Já, allir alvöru aðdáendur sjá báðar. Þó ekki væri nema bara til að hneykslast á þeirri íslensku!“
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira