Ingmar Bergman er látinn 31. júlí 2007 03:30 Sænski leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman lést á heimili sínu á eyjunni Faro í Svíþjóð í gærmorgun. Hann var 89 ára að aldri. Bergman var þekktasta andlit sænskrar kvikmyndagerðar og leikhúslífs og dáður af kvikmyndagerðarfólki um heim allan. Hann var tilnefndur til níu Óskarsverðlauna, og unnu myndir hans þrisvar sinnum til verðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Á meðal þekktustu mynda hans eru Sjöunda innsiglið, Fanny og Alexander og Vetrarljós.AfkastamikillBergman fæddist í Uppsölum árið 1918. Faðir hans var prestur, en móðir hans hjúkrunarkona af yfirstétt. Bergman stundaði nám í bókmenntafræði við Háskólann í Stokkhólmi frá 1937-1940 en fékk fljótlega mikinn áhuga á leiklist, og síðar kvikmyndagerð. 1944 varð Bergman yngsti leikhússtjóri Svíþjóðar, þegar hann tók við starfi í Borgarleikhúsi Helsingjaborgar. Sama ár var kvikmyndin Hets frumsýnd. Þar skrifaði Bergman fyrsta kvikmyndahandrit sitt, en Alf Sjöberg leikstýrði. Í febrúar 1945 leit Kris dagsins ljós, en það er fyrsta myndin sem Bergman leikstýrði. Á ferli sínum leikstýrði Bergman yfir fjörutíu kvikmyndum og fjölda sjónvarpsmynda og leikuppsetninga, auk þess að skrifa handrit og bækur. Af öllum kvikmyndum sínum var Bergman sjálfur ánægðastur með Vetrarljós, Persona og Cries and Whispers, þó að hann segði í viðtali árið 2004 að hann gæti ekki lengur horft á myndir sínar og yrði „þunglyndur" af því.ÞjóðarsorgSvíar syrgðu Bergman í gær og heiðruðu minningu helsta frömuðar kvikmyndagerðar þar í landi. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt skrifaði í gær að það væri erfitt að fá yfirsýn yfir gífurlegt framlag hans til sænskrar, og erlendrar, kvikmyndagerðarlistar. „Verk hans eru ódauðleg," skrifaði Reinfeldt, sem sagðist jafnframt vona að arfleifð Bergmans myndi halda áfram að dafna. Woody Allen syrgði jafnframt vin sinn, en hann hefur margoft sagt Bergman vera mikla fyrirmynd. „Hann er væntanlega merkilegasti kvikmyndagerðarmaðurinn, í öllum flokkum, síðan að myndavélin var fundin upp," sagði Allen um Bergman, í tilefni af sjötíu ára afmæli Bergmans árið 1988. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sænski leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman lést á heimili sínu á eyjunni Faro í Svíþjóð í gærmorgun. Hann var 89 ára að aldri. Bergman var þekktasta andlit sænskrar kvikmyndagerðar og leikhúslífs og dáður af kvikmyndagerðarfólki um heim allan. Hann var tilnefndur til níu Óskarsverðlauna, og unnu myndir hans þrisvar sinnum til verðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Á meðal þekktustu mynda hans eru Sjöunda innsiglið, Fanny og Alexander og Vetrarljós.AfkastamikillBergman fæddist í Uppsölum árið 1918. Faðir hans var prestur, en móðir hans hjúkrunarkona af yfirstétt. Bergman stundaði nám í bókmenntafræði við Háskólann í Stokkhólmi frá 1937-1940 en fékk fljótlega mikinn áhuga á leiklist, og síðar kvikmyndagerð. 1944 varð Bergman yngsti leikhússtjóri Svíþjóðar, þegar hann tók við starfi í Borgarleikhúsi Helsingjaborgar. Sama ár var kvikmyndin Hets frumsýnd. Þar skrifaði Bergman fyrsta kvikmyndahandrit sitt, en Alf Sjöberg leikstýrði. Í febrúar 1945 leit Kris dagsins ljós, en það er fyrsta myndin sem Bergman leikstýrði. Á ferli sínum leikstýrði Bergman yfir fjörutíu kvikmyndum og fjölda sjónvarpsmynda og leikuppsetninga, auk þess að skrifa handrit og bækur. Af öllum kvikmyndum sínum var Bergman sjálfur ánægðastur með Vetrarljós, Persona og Cries and Whispers, þó að hann segði í viðtali árið 2004 að hann gæti ekki lengur horft á myndir sínar og yrði „þunglyndur" af því.ÞjóðarsorgSvíar syrgðu Bergman í gær og heiðruðu minningu helsta frömuðar kvikmyndagerðar þar í landi. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt skrifaði í gær að það væri erfitt að fá yfirsýn yfir gífurlegt framlag hans til sænskrar, og erlendrar, kvikmyndagerðarlistar. „Verk hans eru ódauðleg," skrifaði Reinfeldt, sem sagðist jafnframt vona að arfleifð Bergmans myndi halda áfram að dafna. Woody Allen syrgði jafnframt vin sinn, en hann hefur margoft sagt Bergman vera mikla fyrirmynd. „Hann er væntanlega merkilegasti kvikmyndagerðarmaðurinn, í öllum flokkum, síðan að myndavélin var fundin upp," sagði Allen um Bergman, í tilefni af sjötíu ára afmæli Bergmans árið 1988.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira