Mynd fyrir týndu kynslóðina í íslenskri bíómenningu 10. ágúst 2007 04:45 Skrifaði handritið að Astrópíu og undirbýr nú gerð handrits eftir unglingabók Ólafs Hauks, Gauragangi. Ottó vinnur með leikstjóranum Gunnari Birni Guðmundssyni að handritinu. MYND/Valli „Bæði bókin og leikverkið eru algjör snilld," segir handritshöfundurinn Ottó Geir Borg sem í félagi við leikstjórann Gunnar Björn Guðmundsson hefur fengið styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að gera handrit eftir unglingabók Ólafs Hauks Símonarsonar, Gauragangur. Þeir félagar eru því orðnir ansi stórtækir í íslenskri kvikmyndagerð enda verður kvikmyndin Astrópía í leikstjórn Gunnars Björns, sem gerð er eftir handriti þeirra, frumsýnd um miðjan þennan mánuð en hún skartar Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í aðalhlutverki. Myndin verður væntanlega unnin undir merkjum kvikmyndafyrirtækisins ZikZak en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður ráðist í gerð hennar. Á borðinu liggja fyrir tvö drög að handriti og ætla þeir Gunnar og Ottó að sækja um styrk fyrir þriðju útgáfunni. Að sögn Ottós eru þeir báðir miklir aðdáendur Gauragangs og þá ekki síst leikritsins sem sýnt var á fjölum Þjóðleikhússins, en þar fór Ingvar E. Sigurðsson hamförum í hlutverki Orms Óðinssonar undir tónlist Ný danskrar. Ólíklegt verður þó að teljast að Ingvar endurtaki leikinn í kvikmyndagerðinni. Aðspurður segir Ottó að Gunnar Björn hafi gengið með þessa hugmynd í maganum í þó nokkur ár. „Það hefur verið draumur hjá honum að leikstýra mynd eftir þessari bók." Ólafur haukur hafði sjálfur gert smá tilraun til að gera kvikmyndahandrit eftir bókinni og er spenntur fyrir hugmyndum Gunnars og Ottós. Þeir félagar voru varla búnir að segja skilið við Astrópíu en farið var að ræða um næsta verkefni. „Við vildum gera kvikmynd handa týndu kynslóðinni í íslenskri bíómenningu, unglingunum. Og Gauragangur var því eiginlega rökrétt framhald af þeirri ákvörðun," segir Ottó en þeir hafa ráðfært sig við Ólaf Hauk vegna handritsgerðarinnar. „Hann er mjög spenntur fyrir þessu og hafði á sínum tíma gert smá tilraun til að skrifa kvikmyndahandrit eftir bókinni," segir Ottó en tekur fram að þeir muni ekki nýta sér það við gerð handritsins. „Nei, við vildum fá ferska nálgun á viðfangsefnið." Gauragangur er annað verkefni Ottós á örskömmum tíma en hann gaf lítið fyrir þá fullyrðingu að vera næsta vonarstirnið í íslenskri kvikmynagerð. „Nei, langt því frá. Ég nýt þess bara að vinna með fólki og lít bara á mig sem einn af iðnaðarmönnunum í þessu fagi." Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Bæði bókin og leikverkið eru algjör snilld," segir handritshöfundurinn Ottó Geir Borg sem í félagi við leikstjórann Gunnar Björn Guðmundsson hefur fengið styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að gera handrit eftir unglingabók Ólafs Hauks Símonarsonar, Gauragangur. Þeir félagar eru því orðnir ansi stórtækir í íslenskri kvikmyndagerð enda verður kvikmyndin Astrópía í leikstjórn Gunnars Björns, sem gerð er eftir handriti þeirra, frumsýnd um miðjan þennan mánuð en hún skartar Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í aðalhlutverki. Myndin verður væntanlega unnin undir merkjum kvikmyndafyrirtækisins ZikZak en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður ráðist í gerð hennar. Á borðinu liggja fyrir tvö drög að handriti og ætla þeir Gunnar og Ottó að sækja um styrk fyrir þriðju útgáfunni. Að sögn Ottós eru þeir báðir miklir aðdáendur Gauragangs og þá ekki síst leikritsins sem sýnt var á fjölum Þjóðleikhússins, en þar fór Ingvar E. Sigurðsson hamförum í hlutverki Orms Óðinssonar undir tónlist Ný danskrar. Ólíklegt verður þó að teljast að Ingvar endurtaki leikinn í kvikmyndagerðinni. Aðspurður segir Ottó að Gunnar Björn hafi gengið með þessa hugmynd í maganum í þó nokkur ár. „Það hefur verið draumur hjá honum að leikstýra mynd eftir þessari bók." Ólafur haukur hafði sjálfur gert smá tilraun til að gera kvikmyndahandrit eftir bókinni og er spenntur fyrir hugmyndum Gunnars og Ottós. Þeir félagar voru varla búnir að segja skilið við Astrópíu en farið var að ræða um næsta verkefni. „Við vildum gera kvikmynd handa týndu kynslóðinni í íslenskri bíómenningu, unglingunum. Og Gauragangur var því eiginlega rökrétt framhald af þeirri ákvörðun," segir Ottó en þeir hafa ráðfært sig við Ólaf Hauk vegna handritsgerðarinnar. „Hann er mjög spenntur fyrir þessu og hafði á sínum tíma gert smá tilraun til að skrifa kvikmyndahandrit eftir bókinni," segir Ottó en tekur fram að þeir muni ekki nýta sér það við gerð handritsins. „Nei, við vildum fá ferska nálgun á viðfangsefnið." Gauragangur er annað verkefni Ottós á örskömmum tíma en hann gaf lítið fyrir þá fullyrðingu að vera næsta vonarstirnið í íslenskri kvikmynagerð. „Nei, langt því frá. Ég nýt þess bara að vinna með fólki og lít bara á mig sem einn af iðnaðarmönnunum í þessu fagi."
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira