Gagnageymslurnar þurfa ekki sæstreng 11. ágúst 2007 00:01 Sol Squire, forstjóri Data Íslandia, stendur við svokallaðan „data scooter“, eða gagnakerru. Í kassanum eru harðir diskar með ógrynni af gögnum. Kassinn er síðan fluttur á milli landa með flugi, og gögnin komast til skila mun hraðar en með sæstreng. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn. Tækni Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn.
Tækni Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira