Latabæjarsýning fyrir hlaup 14. ágúst 2007 04:15 Gunnar Helgason leikstýrir Latabæjarleikriti fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis MYND/GVA Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt. Glanni á vafalítið eftir að láta á sér kræla og setja allt á annan endann. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta," sagði Gunnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í herbúðum Latabæjar í Garðabæ. Þá var hann að skoða sviðsmynd sem á að nota fyrir leikritið. „Þetta er eiginlega Latabæjarþáttur sem ekki verður sýndur í sjónvarpi heldur leikinn frammi fyrir áhorfendum," útskýrir Gunnar sem vildi þó lítið gefa upp um söguþráðinn og vonaðist helst til að skúrkurinn Glanni glæpur myndi ekki mæta til leiks. „Ég hef þó rökstuddan grun um að hann láti sjá sig og þá verður fjandinn laus." Heimildir Gunnars herma að glæponinn snjalli vinni nú hörðum höndum að því í undirheimum að smíða vél sem er þeim kostum búin að geta smækkað fólk. Sýningin verður sett upp fyrir framan Háskóla Íslands þar sem hlaupið fer fram og má reikna með miklum fjölda áhorfenda, bæði stórra og smárra. „Þetta verður eflaust einhver mesti áhorfendafjöldinn sem Latibær hefur verið sýndur frammi fyrir," segir Gunnar. Latabæjarhetjan Íþróttálfurinn mætti í fyrra og sá til þess að allir væru vel heitir fyrir hlaupið. Að sögn Gunnars var ákveðið að hafa þetta aðeins stærra í sniðum í ár og skrifa heilt leikrit. „Þema leiksýningarinnar er síðan mjög áþekkt því sem gerist í einum þættinum en það á eftir að sýna hann í sjónvarpi," bætir leikstjórinn við en leikritið verður í svipaðri lengd og þættirnir eða 23 og hálf mínúta. „Þótt auðvitað geti aðeins teygst úr þessu," segir Gunnar og áréttar að þetta sé alvöru leiksýning með sprengjum og öllu tilheyrandi. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt. Glanni á vafalítið eftir að láta á sér kræla og setja allt á annan endann. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta," sagði Gunnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í herbúðum Latabæjar í Garðabæ. Þá var hann að skoða sviðsmynd sem á að nota fyrir leikritið. „Þetta er eiginlega Latabæjarþáttur sem ekki verður sýndur í sjónvarpi heldur leikinn frammi fyrir áhorfendum," útskýrir Gunnar sem vildi þó lítið gefa upp um söguþráðinn og vonaðist helst til að skúrkurinn Glanni glæpur myndi ekki mæta til leiks. „Ég hef þó rökstuddan grun um að hann láti sjá sig og þá verður fjandinn laus." Heimildir Gunnars herma að glæponinn snjalli vinni nú hörðum höndum að því í undirheimum að smíða vél sem er þeim kostum búin að geta smækkað fólk. Sýningin verður sett upp fyrir framan Háskóla Íslands þar sem hlaupið fer fram og má reikna með miklum fjölda áhorfenda, bæði stórra og smárra. „Þetta verður eflaust einhver mesti áhorfendafjöldinn sem Latibær hefur verið sýndur frammi fyrir," segir Gunnar. Latabæjarhetjan Íþróttálfurinn mætti í fyrra og sá til þess að allir væru vel heitir fyrir hlaupið. Að sögn Gunnars var ákveðið að hafa þetta aðeins stærra í sniðum í ár og skrifa heilt leikrit. „Þema leiksýningarinnar er síðan mjög áþekkt því sem gerist í einum þættinum en það á eftir að sýna hann í sjónvarpi," bætir leikstjórinn við en leikritið verður í svipaðri lengd og þættirnir eða 23 og hálf mínúta. „Þótt auðvitað geti aðeins teygst úr þessu," segir Gunnar og áréttar að þetta sé alvöru leiksýning með sprengjum og öllu tilheyrandi.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira