Nýir straumar í hugbúnaðarþróun 22. ágúst 2007 00:01 Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts MYND/Hörður Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum." Tækni Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum."
Tækni Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira