Astrópía - þrjár stjörnur 24. ágúst 2007 00:01 Skemmtanagildi Astrópíu er ótvírætt og vonandi hefur kvikmyndin rutt brautina fyrir fleiri alvöru íslenskar ævintýramyndir. Ævintýramyndir hafa ekki átt uppá pallborðið hjá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Lengst af hafa þeir helgað sig hinum íslenska raunveruleika og ef til vill voru það víkingar Hrafns Gunnlaugssonar sem síðast felldu mann með sverði fyrir framan kvikmyndatökuvélina. Nú er hins vegar vonandi að renna upp nýtt skeið í íslenskri kvikmyndagerð þar sem dulúð landsins og náttúran er notuð til að skapa ævintýraljóma, en hingað til hafa það aðallega verið stórlaxar frá Hollywood sem hafa notfært sér svartan eyðimerkursand og lón. Kvikmyndin Astrópía segir frá glanspíunni Hildi sem varla hefur þurft að dýfa hendinni í kalt vatn og er algjörlega uppá kærastann sinn, bílasalan Jolla, komin. Hana dagdreymir í gegnum ástarsögur af verstu gerð og skreytir sig með gullhúðuðu skrani. En þegar unnustinn hyggst halda glæsilega bílasýningu mæta fulltrúar Ríkislögreglustjórans á vettvang, gera bókhaldið upptækt og færa Jolla burt í járnum. Tilvera Hildar hrynur og hún neyðist til að leggjast uppá æskuvinkonu sína og læra að standa á eigin fótum. Og þegar allt er í óefni komið fær Hildur loks vinnu í nördabúð þar sem hún kemst í kynni við skrautlega karaktera, svo ekki sé meira sagt. En ævintýri Hildar eru bara rétt að byrja. Astrópía er ekki saga úr íslenskum hversdagsleika heldur hreinræktað ævintýri. Handrit þeirra Jóhanns Ævars Grímssonar og Ottós Geirs Borg er skemmtileg hugmynd og víða má finna hnyttnar senur þótt fimmaurabröndurunum sé aðeins ofaukið. Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson heldur fimlega á sverðinu og sneiðir framhjá flestum óþarfa málalengingum og leikur sér skemmtilega að klisjum kvikmyndasögunnar. Bardagaatriðin eru stundum klaufsk en það kemur ekki að sök og tæknibrellurnar eru fagmannlega unnar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir þreytir þarna frumraun sína á hvíta tjaldinu og er kastað út í djúpu laugina. Hún bjargar sér ágætlega en klókara hefði verið að fá lærða leikkonu til að bera uppi heila mynd þótt Ragnhildi fari það vissulega vel úr hendi að sveifla vopnunum sínum. Davíð Þór Jónsson er einum of vel máli farinn og skýrmæltur sem Jolli, bílasalinn gráðugi, til að geta verið trúverðugur og hann nær aldrei tengingu við umhverfi myndarinnar. Hins vegar eru það aukaleikararnir, sem og oft áður í íslenskum myndum, stela senunni. Og þar fer Halla Vilhjálmsdóttir fremst í flokki en hún er algjörlega óþekkjanleg í hlutverki sínu. Ærslabelgirnir Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon eru ógleymanlegir sem starfsmenn nördabúðarinnar og Halldór Magnússon fer á kostum sem eigandinn Goggi. Astrópía er langt frá því að vera „besta" íslenska kvikmyndin en hún slagar ansi hátt í að vera ein af þeim skemmtilegustu. Skemmtanagildið er ótvírætt og loksins er komin alvöru íslensk ævintýramynd sem vonandi leggur grunninn að fleiri slíkum. -Freyr Gígja Gunnarsson Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Ævintýramyndir hafa ekki átt uppá pallborðið hjá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Lengst af hafa þeir helgað sig hinum íslenska raunveruleika og ef til vill voru það víkingar Hrafns Gunnlaugssonar sem síðast felldu mann með sverði fyrir framan kvikmyndatökuvélina. Nú er hins vegar vonandi að renna upp nýtt skeið í íslenskri kvikmyndagerð þar sem dulúð landsins og náttúran er notuð til að skapa ævintýraljóma, en hingað til hafa það aðallega verið stórlaxar frá Hollywood sem hafa notfært sér svartan eyðimerkursand og lón. Kvikmyndin Astrópía segir frá glanspíunni Hildi sem varla hefur þurft að dýfa hendinni í kalt vatn og er algjörlega uppá kærastann sinn, bílasalan Jolla, komin. Hana dagdreymir í gegnum ástarsögur af verstu gerð og skreytir sig með gullhúðuðu skrani. En þegar unnustinn hyggst halda glæsilega bílasýningu mæta fulltrúar Ríkislögreglustjórans á vettvang, gera bókhaldið upptækt og færa Jolla burt í járnum. Tilvera Hildar hrynur og hún neyðist til að leggjast uppá æskuvinkonu sína og læra að standa á eigin fótum. Og þegar allt er í óefni komið fær Hildur loks vinnu í nördabúð þar sem hún kemst í kynni við skrautlega karaktera, svo ekki sé meira sagt. En ævintýri Hildar eru bara rétt að byrja. Astrópía er ekki saga úr íslenskum hversdagsleika heldur hreinræktað ævintýri. Handrit þeirra Jóhanns Ævars Grímssonar og Ottós Geirs Borg er skemmtileg hugmynd og víða má finna hnyttnar senur þótt fimmaurabröndurunum sé aðeins ofaukið. Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson heldur fimlega á sverðinu og sneiðir framhjá flestum óþarfa málalengingum og leikur sér skemmtilega að klisjum kvikmyndasögunnar. Bardagaatriðin eru stundum klaufsk en það kemur ekki að sök og tæknibrellurnar eru fagmannlega unnar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir þreytir þarna frumraun sína á hvíta tjaldinu og er kastað út í djúpu laugina. Hún bjargar sér ágætlega en klókara hefði verið að fá lærða leikkonu til að bera uppi heila mynd þótt Ragnhildi fari það vissulega vel úr hendi að sveifla vopnunum sínum. Davíð Þór Jónsson er einum of vel máli farinn og skýrmæltur sem Jolli, bílasalinn gráðugi, til að geta verið trúverðugur og hann nær aldrei tengingu við umhverfi myndarinnar. Hins vegar eru það aukaleikararnir, sem og oft áður í íslenskum myndum, stela senunni. Og þar fer Halla Vilhjálmsdóttir fremst í flokki en hún er algjörlega óþekkjanleg í hlutverki sínu. Ærslabelgirnir Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon eru ógleymanlegir sem starfsmenn nördabúðarinnar og Halldór Magnússon fer á kostum sem eigandinn Goggi. Astrópía er langt frá því að vera „besta" íslenska kvikmyndin en hún slagar ansi hátt í að vera ein af þeim skemmtilegustu. Skemmtanagildið er ótvírætt og loksins er komin alvöru íslensk ævintýramynd sem vonandi leggur grunninn að fleiri slíkum. -Freyr Gígja Gunnarsson
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira