A-deildin úr sögunni hjá stelpunum 2. september 2007 09:30 Helena Sverrisdóttir skoraði tólf stig fyrir íslenska liðið. Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A-deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnarfráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.).- óój Dominos-deild kvenna Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A-deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnarfráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.).- óój
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira