Tarantino brjálaður út í Bond 3. september 2007 09:45 Tarantino segir það hafa verið sína hugmynd að endurgera Casino Royale. Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. „Ég sá aldrei myndina af því að ég var mjög reiður út í aðstandendur myndarinnar," sagði Tarantino við kvikmyndablaðið Total Film. „Opinberlega sögðu þeir að það væri gjörsamlega óvinnandi vegur að gera þessa mynd. En um leið og ég sagðist vilja gera hana þá kom það fram á öllum vefsíðum og enginn sagði takk við mig," útskýrir Tarantino en nýjasta mynd hans, Death Proof, hefur fengið rífandi góða dóma og stóðu áhorfendur meðal annars upp í Cannes til að hylla leikstjórann að myndinni lokinni. Daniel Craig stóð með pálmann í höndunum þrátt fyrir að honum hefði verið spáð skjótum „dauða“ í hlutverki James Bond. Casino Royale markaði hins vegar upphaf nýs kafla í sögu James Bond þegar Daniel Craig tók að sér hlutverk leyniþjónustumannsins. Craig var mikið gagnrýndur þegar tilkynnt var um valið og þótti háralitur hans til að mynda engan veginn passa við Bond. Casino Royale er þrátt fyrir allt sem Tarantino segir, sem og óvildarmenn Daniel Craig, ein aðsóknarmesta myndin í þessum bálki. Og er undirbúningur þegar hafinn fyrir númer 22. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. „Ég sá aldrei myndina af því að ég var mjög reiður út í aðstandendur myndarinnar," sagði Tarantino við kvikmyndablaðið Total Film. „Opinberlega sögðu þeir að það væri gjörsamlega óvinnandi vegur að gera þessa mynd. En um leið og ég sagðist vilja gera hana þá kom það fram á öllum vefsíðum og enginn sagði takk við mig," útskýrir Tarantino en nýjasta mynd hans, Death Proof, hefur fengið rífandi góða dóma og stóðu áhorfendur meðal annars upp í Cannes til að hylla leikstjórann að myndinni lokinni. Daniel Craig stóð með pálmann í höndunum þrátt fyrir að honum hefði verið spáð skjótum „dauða“ í hlutverki James Bond. Casino Royale markaði hins vegar upphaf nýs kafla í sögu James Bond þegar Daniel Craig tók að sér hlutverk leyniþjónustumannsins. Craig var mikið gagnrýndur þegar tilkynnt var um valið og þótti háralitur hans til að mynda engan veginn passa við Bond. Casino Royale er þrátt fyrir allt sem Tarantino segir, sem og óvildarmenn Daniel Craig, ein aðsóknarmesta myndin í þessum bálki. Og er undirbúningur þegar hafinn fyrir númer 22.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira