Þriðja kynslóð farsíma tekin í notkun 4. september 2007 00:01 Félagar úr Félagi heyrnarlausra sýndu hvernig heyrnarlausir geta talað táknmál í gegnum 3G síma. MYND/eyþór Þriðju kynslóðar farsímakerfi var formlega tekið í notkun á Íslandi þegar Síminn kynnti 3G-þjónustu sína í gær. Helstu nýjungarnar sem 3G-tæknin felur í sér eru þríþættar: Móttaka sjónvarpsútsendinga, tenging við internet með allt að 7,2 megabita hraða og myndsímtöl þar sem viðmælendur sjá hvor annan meðan á símtali stendur. Síðastnefnda nýjungin er bylting í samskiptamáta heyrnarlausra þar sem hún gerir þeim kleift að tala í síma á móðurmáli sínu, táknmálinu. Síminn hefur gert samstarfssamning við Félag heyrnarlausra um að allir meðlimir félagsins auk heyrnarlausra grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu fái 3G-síma sér að kostnaðarlausu. Einnig afhenti Síminn Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra þrettán 3G-síma sem táknmálstúlkar munu nota við þjónustu sína við heyrnarlausa og heyrnarskerta. Fyrst um sinn nær þjónustan einungis til höfuðborgarsvæðisins en samkvæmt samningi Símans við Póst- og fjarskiptastofnun mun 3G-kerfið ná að lágmarki til 60 prósenta íbúa í hverjum landsfjórðungi eftir tvö og hálft ár. Í dag eru um 7.000 3G-farsímar í umferð á Íslandi. Búist er við að árið 2015 verði flestir farsímaeigendur komnir með 3G-síma. Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þriðju kynslóðar farsímakerfi var formlega tekið í notkun á Íslandi þegar Síminn kynnti 3G-þjónustu sína í gær. Helstu nýjungarnar sem 3G-tæknin felur í sér eru þríþættar: Móttaka sjónvarpsútsendinga, tenging við internet með allt að 7,2 megabita hraða og myndsímtöl þar sem viðmælendur sjá hvor annan meðan á símtali stendur. Síðastnefnda nýjungin er bylting í samskiptamáta heyrnarlausra þar sem hún gerir þeim kleift að tala í síma á móðurmáli sínu, táknmálinu. Síminn hefur gert samstarfssamning við Félag heyrnarlausra um að allir meðlimir félagsins auk heyrnarlausra grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu fái 3G-síma sér að kostnaðarlausu. Einnig afhenti Síminn Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra þrettán 3G-síma sem táknmálstúlkar munu nota við þjónustu sína við heyrnarlausa og heyrnarskerta. Fyrst um sinn nær þjónustan einungis til höfuðborgarsvæðisins en samkvæmt samningi Símans við Póst- og fjarskiptastofnun mun 3G-kerfið ná að lágmarki til 60 prósenta íbúa í hverjum landsfjórðungi eftir tvö og hálft ár. Í dag eru um 7.000 3G-farsímar í umferð á Íslandi. Búist er við að árið 2015 verði flestir farsímaeigendur komnir með 3G-síma.
Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira