Gallarnir eru kostir 5. september 2007 00:01 Alexander Picchietti MYND/Hörður Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur. Þau hjónin bjuggu í Bandaríkjunum frá því þau kynntust árið 1996 og eignuðust þar fyrstu börnin sín tvö. Hugur þeirra stóð þó alltaf til að börnin fengju íslenskt uppeldi. Því var í fyrra tekin ákvörðun um að flytja hingað til lands, þar sem nýverið bættist svo eitt barn í hópinn. Þegar ákvörðunin um að flytja hafði verið tekin fór Alexander á stúfana á íslenskum vinnumarkaði. Hann hafði umtalsverða reynslu af störfum í fjarskiptageiranum og var því fljótt kominn inn hjá Símanum sem sérfræðingur á þróunarsviði. Í dag gegnir hann stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar og erlendra markaða. Alexander segir ferlið að flytjast til Ísland hafa verið auðvelt, þótt það hafi ekki gengið alveg snurðulaust fyrir sig. „Þetta var að mörgu leyti auðveldara fyrir mig en aðra þar sem ég á íslenska konu og hennar fjölskyldu til að styðjast við. Ferlið var hins vegar ekki fullkomlega gegnsætt. Á sumum stigum umsóknarferlisins hefði verið hjálplegt að fá nákvæmari leiðbeiningar um hvert þarf að snúa sér í ákveðnum málum. Að flytja var því lengra og flóknara ferli en við áttum von á, í ljósi smæðar landsins.“ Alexander er sammála mörgum þeim staðhæfingum sem komu fram í rýnihópkönnun Capacent. Til dæmis sé tiltölulega auðvelt að fara hratt áfram í starfi hérna og tækifærin til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd meiri en víðast hvar annars staðar. Þá þykir honum starfsumhverfið hér mjög sveigjanlegt og hlutirnir gerast hratt. Það kunni hann vel að meta, þótt það geti haft sínar slæmu hliðar líka. Rýnihópakönnunin dró fram ýmsar dekkri hliðar á íslensku starfsumhverfi. Meðal annars kom fram að uppbyggilegri gagnrýni væri jafnan tekið sem móðgun hér á landi. „Fyrir mér er eðlilegt að tala um það þegar hlutirnir eru gerðir á rangan hátt. Það er bara leið til réttrar niðurstöðu. Stundum virðist sem fólk móðgist þó við þetta hérna,“ segir Alexander. Flestar af hinum neikvæðari staðhæfingunum sem komu fram í könnuninni segist Alexander skilja. Hann líti hins vegar ekki á þau atriði sem vandamál. Nefnt hafi verið að tækifæri fólks séu ekki jöfn hér og sambönd hafi meira vægi en hæfileikar og menntun. Hann er ósammála því. „Tengslanetið er vissulega mikilvægt hér. En tækifærin opnast manni hvort sem maður hefur það eða ekki. Ég hef fengið mörg góð tækifæri hér á síðasta ári, þótt ég hafi ekki verið í Versló.“ Að mati Alexanders er það líka frekar kostur en galli að íslensk viðskiptamenning sé fremur hörð. Þá þykir honum agaleysið í mörgum tilfellum geta talist til kosta. Eðlilega sé ekki þörf fyrir eins mikinn aga hér á landi og í stærri löndum. „Það eru færri reglur hérna. Það gefur fólki frelsi til að hugsa og koma hugmyndum sínum hratt í framkvæmd, þótt stundum skorti á almennar reglur.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur. Þau hjónin bjuggu í Bandaríkjunum frá því þau kynntust árið 1996 og eignuðust þar fyrstu börnin sín tvö. Hugur þeirra stóð þó alltaf til að börnin fengju íslenskt uppeldi. Því var í fyrra tekin ákvörðun um að flytja hingað til lands, þar sem nýverið bættist svo eitt barn í hópinn. Þegar ákvörðunin um að flytja hafði verið tekin fór Alexander á stúfana á íslenskum vinnumarkaði. Hann hafði umtalsverða reynslu af störfum í fjarskiptageiranum og var því fljótt kominn inn hjá Símanum sem sérfræðingur á þróunarsviði. Í dag gegnir hann stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar og erlendra markaða. Alexander segir ferlið að flytjast til Ísland hafa verið auðvelt, þótt það hafi ekki gengið alveg snurðulaust fyrir sig. „Þetta var að mörgu leyti auðveldara fyrir mig en aðra þar sem ég á íslenska konu og hennar fjölskyldu til að styðjast við. Ferlið var hins vegar ekki fullkomlega gegnsætt. Á sumum stigum umsóknarferlisins hefði verið hjálplegt að fá nákvæmari leiðbeiningar um hvert þarf að snúa sér í ákveðnum málum. Að flytja var því lengra og flóknara ferli en við áttum von á, í ljósi smæðar landsins.“ Alexander er sammála mörgum þeim staðhæfingum sem komu fram í rýnihópkönnun Capacent. Til dæmis sé tiltölulega auðvelt að fara hratt áfram í starfi hérna og tækifærin til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd meiri en víðast hvar annars staðar. Þá þykir honum starfsumhverfið hér mjög sveigjanlegt og hlutirnir gerast hratt. Það kunni hann vel að meta, þótt það geti haft sínar slæmu hliðar líka. Rýnihópakönnunin dró fram ýmsar dekkri hliðar á íslensku starfsumhverfi. Meðal annars kom fram að uppbyggilegri gagnrýni væri jafnan tekið sem móðgun hér á landi. „Fyrir mér er eðlilegt að tala um það þegar hlutirnir eru gerðir á rangan hátt. Það er bara leið til réttrar niðurstöðu. Stundum virðist sem fólk móðgist þó við þetta hérna,“ segir Alexander. Flestar af hinum neikvæðari staðhæfingunum sem komu fram í könnuninni segist Alexander skilja. Hann líti hins vegar ekki á þau atriði sem vandamál. Nefnt hafi verið að tækifæri fólks séu ekki jöfn hér og sambönd hafi meira vægi en hæfileikar og menntun. Hann er ósammála því. „Tengslanetið er vissulega mikilvægt hér. En tækifærin opnast manni hvort sem maður hefur það eða ekki. Ég hef fengið mörg góð tækifæri hér á síðasta ári, þótt ég hafi ekki verið í Versló.“ Að mati Alexanders er það líka frekar kostur en galli að íslensk viðskiptamenning sé fremur hörð. Þá þykir honum agaleysið í mörgum tilfellum geta talist til kosta. Eðlilega sé ekki þörf fyrir eins mikinn aga hér á landi og í stærri löndum. „Það eru færri reglur hérna. Það gefur fólki frelsi til að hugsa og koma hugmyndum sínum hratt í framkvæmd, þótt stundum skorti á almennar reglur.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira