Gallarnir eru kostir 5. september 2007 00:01 Alexander Picchietti MYND/Hörður Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur. Þau hjónin bjuggu í Bandaríkjunum frá því þau kynntust árið 1996 og eignuðust þar fyrstu börnin sín tvö. Hugur þeirra stóð þó alltaf til að börnin fengju íslenskt uppeldi. Því var í fyrra tekin ákvörðun um að flytja hingað til lands, þar sem nýverið bættist svo eitt barn í hópinn. Þegar ákvörðunin um að flytja hafði verið tekin fór Alexander á stúfana á íslenskum vinnumarkaði. Hann hafði umtalsverða reynslu af störfum í fjarskiptageiranum og var því fljótt kominn inn hjá Símanum sem sérfræðingur á þróunarsviði. Í dag gegnir hann stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar og erlendra markaða. Alexander segir ferlið að flytjast til Ísland hafa verið auðvelt, þótt það hafi ekki gengið alveg snurðulaust fyrir sig. „Þetta var að mörgu leyti auðveldara fyrir mig en aðra þar sem ég á íslenska konu og hennar fjölskyldu til að styðjast við. Ferlið var hins vegar ekki fullkomlega gegnsætt. Á sumum stigum umsóknarferlisins hefði verið hjálplegt að fá nákvæmari leiðbeiningar um hvert þarf að snúa sér í ákveðnum málum. Að flytja var því lengra og flóknara ferli en við áttum von á, í ljósi smæðar landsins.“ Alexander er sammála mörgum þeim staðhæfingum sem komu fram í rýnihópkönnun Capacent. Til dæmis sé tiltölulega auðvelt að fara hratt áfram í starfi hérna og tækifærin til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd meiri en víðast hvar annars staðar. Þá þykir honum starfsumhverfið hér mjög sveigjanlegt og hlutirnir gerast hratt. Það kunni hann vel að meta, þótt það geti haft sínar slæmu hliðar líka. Rýnihópakönnunin dró fram ýmsar dekkri hliðar á íslensku starfsumhverfi. Meðal annars kom fram að uppbyggilegri gagnrýni væri jafnan tekið sem móðgun hér á landi. „Fyrir mér er eðlilegt að tala um það þegar hlutirnir eru gerðir á rangan hátt. Það er bara leið til réttrar niðurstöðu. Stundum virðist sem fólk móðgist þó við þetta hérna,“ segir Alexander. Flestar af hinum neikvæðari staðhæfingunum sem komu fram í könnuninni segist Alexander skilja. Hann líti hins vegar ekki á þau atriði sem vandamál. Nefnt hafi verið að tækifæri fólks séu ekki jöfn hér og sambönd hafi meira vægi en hæfileikar og menntun. Hann er ósammála því. „Tengslanetið er vissulega mikilvægt hér. En tækifærin opnast manni hvort sem maður hefur það eða ekki. Ég hef fengið mörg góð tækifæri hér á síðasta ári, þótt ég hafi ekki verið í Versló.“ Að mati Alexanders er það líka frekar kostur en galli að íslensk viðskiptamenning sé fremur hörð. Þá þykir honum agaleysið í mörgum tilfellum geta talist til kosta. Eðlilega sé ekki þörf fyrir eins mikinn aga hér á landi og í stærri löndum. „Það eru færri reglur hérna. Það gefur fólki frelsi til að hugsa og koma hugmyndum sínum hratt í framkvæmd, þótt stundum skorti á almennar reglur.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur. Þau hjónin bjuggu í Bandaríkjunum frá því þau kynntust árið 1996 og eignuðust þar fyrstu börnin sín tvö. Hugur þeirra stóð þó alltaf til að börnin fengju íslenskt uppeldi. Því var í fyrra tekin ákvörðun um að flytja hingað til lands, þar sem nýverið bættist svo eitt barn í hópinn. Þegar ákvörðunin um að flytja hafði verið tekin fór Alexander á stúfana á íslenskum vinnumarkaði. Hann hafði umtalsverða reynslu af störfum í fjarskiptageiranum og var því fljótt kominn inn hjá Símanum sem sérfræðingur á þróunarsviði. Í dag gegnir hann stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar og erlendra markaða. Alexander segir ferlið að flytjast til Ísland hafa verið auðvelt, þótt það hafi ekki gengið alveg snurðulaust fyrir sig. „Þetta var að mörgu leyti auðveldara fyrir mig en aðra þar sem ég á íslenska konu og hennar fjölskyldu til að styðjast við. Ferlið var hins vegar ekki fullkomlega gegnsætt. Á sumum stigum umsóknarferlisins hefði verið hjálplegt að fá nákvæmari leiðbeiningar um hvert þarf að snúa sér í ákveðnum málum. Að flytja var því lengra og flóknara ferli en við áttum von á, í ljósi smæðar landsins.“ Alexander er sammála mörgum þeim staðhæfingum sem komu fram í rýnihópkönnun Capacent. Til dæmis sé tiltölulega auðvelt að fara hratt áfram í starfi hérna og tækifærin til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd meiri en víðast hvar annars staðar. Þá þykir honum starfsumhverfið hér mjög sveigjanlegt og hlutirnir gerast hratt. Það kunni hann vel að meta, þótt það geti haft sínar slæmu hliðar líka. Rýnihópakönnunin dró fram ýmsar dekkri hliðar á íslensku starfsumhverfi. Meðal annars kom fram að uppbyggilegri gagnrýni væri jafnan tekið sem móðgun hér á landi. „Fyrir mér er eðlilegt að tala um það þegar hlutirnir eru gerðir á rangan hátt. Það er bara leið til réttrar niðurstöðu. Stundum virðist sem fólk móðgist þó við þetta hérna,“ segir Alexander. Flestar af hinum neikvæðari staðhæfingunum sem komu fram í könnuninni segist Alexander skilja. Hann líti hins vegar ekki á þau atriði sem vandamál. Nefnt hafi verið að tækifæri fólks séu ekki jöfn hér og sambönd hafi meira vægi en hæfileikar og menntun. Hann er ósammála því. „Tengslanetið er vissulega mikilvægt hér. En tækifærin opnast manni hvort sem maður hefur það eða ekki. Ég hef fengið mörg góð tækifæri hér á síðasta ári, þótt ég hafi ekki verið í Versló.“ Að mati Alexanders er það líka frekar kostur en galli að íslensk viðskiptamenning sé fremur hörð. Þá þykir honum agaleysið í mörgum tilfellum geta talist til kosta. Eðlilega sé ekki þörf fyrir eins mikinn aga hér á landi og í stærri löndum. „Það eru færri reglur hérna. Það gefur fólki frelsi til að hugsa og koma hugmyndum sínum hratt í framkvæmd, þótt stundum skorti á almennar reglur.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent