Sátt um náttúruvernd Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. september 2007 00:01 Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Annaðhvort aðhyllist landsmenn virkjun náttúruauðlinda til áframhaldandi hagvaxtar, eða náttúruvernd og þar með efnahagslega stöðnun. Þessi afstaða er bæði fjarri öllum veruleika og ólíkleg til árangurs. Það er verkefni stjórnvalda að finna bestu leiðir til þess að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig bæði notið þeirra og nýtt þær. Þetta er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ný verkefnastjórn Í vikunni hófst ríkisstjórnin handa við þetta verk. Þá fór fram fyrsti fundur nýrrar verkefnastjórnar sem undirbýr gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Markmið rammaáætlunarinnar er að skapa faglegar forsendur fyrir ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Formaður stjórnarinnar er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, skipuð í sameiningu af umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Í stjórnina hafa einnig verið skipaðir valinkunnir vísindamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka, svo sem ferðaþjónustunnar, orkufyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka. Starfi ljúki 2009 Lýðræðisleg vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi í starfi stjórnarinnar og hún mun hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á starfstíma sínum, m.a. með kynningarfundum og uppsetningu sérstakrar vefsíðu til upplýsingar um framgang verksins. Stjórnin skal síðan skila skýrslu til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra með heildarmati og flokkun á þeim kostum sem teknir hafa verið til umfjöllunar. Skýrslan á að vera tilbúin fyrir 1. júlí 2009 og í kjölfarið verður tillaga að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Það er von mín að rammaáætlunin verði í senn grundvöllur faglegra og upplýstra ákvarðana í umhverfismálum og sátta um þennan mikilvæga málaflokk hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Annaðhvort aðhyllist landsmenn virkjun náttúruauðlinda til áframhaldandi hagvaxtar, eða náttúruvernd og þar með efnahagslega stöðnun. Þessi afstaða er bæði fjarri öllum veruleika og ólíkleg til árangurs. Það er verkefni stjórnvalda að finna bestu leiðir til þess að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig bæði notið þeirra og nýtt þær. Þetta er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ný verkefnastjórn Í vikunni hófst ríkisstjórnin handa við þetta verk. Þá fór fram fyrsti fundur nýrrar verkefnastjórnar sem undirbýr gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Markmið rammaáætlunarinnar er að skapa faglegar forsendur fyrir ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Formaður stjórnarinnar er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, skipuð í sameiningu af umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Í stjórnina hafa einnig verið skipaðir valinkunnir vísindamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka, svo sem ferðaþjónustunnar, orkufyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka. Starfi ljúki 2009 Lýðræðisleg vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi í starfi stjórnarinnar og hún mun hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á starfstíma sínum, m.a. með kynningarfundum og uppsetningu sérstakrar vefsíðu til upplýsingar um framgang verksins. Stjórnin skal síðan skila skýrslu til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra með heildarmati og flokkun á þeim kostum sem teknir hafa verið til umfjöllunar. Skýrslan á að vera tilbúin fyrir 1. júlí 2009 og í kjölfarið verður tillaga að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Það er von mín að rammaáætlunin verði í senn grundvöllur faglegra og upplýstra ákvarðana í umhverfismálum og sátta um þennan mikilvæga málaflokk hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun