Grunur um að smyglararnir hafi notað sömu leið áður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2007 00:01 „Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson. Pólstjörnumálið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
„Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira