Orðræða um orkumál (2) Þorkell Helgason skrifar 26. október 2007 00:01 Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun