Virkjum íslenska þekkingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2007 00:01 Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun