Hlutverk hins opinbera lítið í Alþjóðahúsinu 28. nóvember 2007 00:01 Einungis tuttugu og fimm prósent af tekjum Alþjóðahússins koma frá ríki og sveitarfélögum. „Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán prósent af tekjum. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75 prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið 2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega á þessu tímabili,“ segir Einar. Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við gerum.“- hhs Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
„Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán prósent af tekjum. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75 prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið 2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega á þessu tímabili,“ segir Einar. Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við gerum.“- hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira