Má ég segja nei? Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun