Enski boltinn

Giggs vill verða stjóri í framtíðinni

Þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára hefur Ryan Giggs sjaldan verið betri.
Þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára hefur Ryan Giggs sjaldan verið betri. MYND/Getty

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra.

Giggs hefur spilað allan sinn feril undir stjórn Alex Ferguson Man. Utd. Í samtali við Daily Star í Englandi segist Giggs þó ekki vera á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna.

"Ég vill spila eins lengi og ég mögulega get án þess að hafa hugmynd um hversu lengi fæturnir á mér munu geta haldið áfram. Eftir það mun ég klárlega hafa áhuga á að snúa mér að þjálfun og stjórnun liða," segir Giggs.

"Ég hef eytt öllum mínum ferli í að spila fyrir einn sigursælasta knattspyrnustjóra sögunnar, sem getur ekki verið slæm menntun fyrir þennan bransa," bætti hann við.

Verði Giggs knattspyrnustjóri í framtíðinni mun hann feta í fótspor margra mætra fyrrverandi leikmanna Man. Utd. og lærisveina Alex Ferguson sem hafa snúið sér að þjálfun eftir að ferli þeirra sem leikmaður lýkur. Þeirra á meðal má nefna Bryan Robson, Mark Hughes, Steve Bruce, Roy Keane, Paul Ince and Chris Casper.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×