Loftárásum haldið áfram 9. janúar 2007 19:00 Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni. Erlent Fréttir Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni.
Erlent Fréttir Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira