Körfubolti

Búið að tilkynna þáttakendur í skotkeppninni

Páll Axel Vilbergsson verður að teljast sigurstranglegur í skotkeppninni á laugardag
Páll Axel Vilbergsson verður að teljast sigurstranglegur í skotkeppninni á laugardag

Körfuknattleikssambandið er nú búið að tilkynna þáttakendur í skotkeppninni í stjörnuleikjum KKÍ um helgina. Kvennaleikurinn hefst klukkan 14 á laugardag og karlaleikurinn klukkan 16 og leikið verður í DHL höllinni í Frostaskjóli.

Þessi árlega þriggjastiga skotkeppni setur alltaf svip sinn á stjörnuhelgina og eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan vantar ekki frambærilegar skyttur úr röðum karla og kvenna.

Hjá körlum verður undanúrslitum skipt í tvennt, keppt verður á milli 1. og 2. leikhluta og í hálfleik. Fjórir efstu komast í úrslit sem verða á milli 3. og 4. leikhluta. Hjá konum fara undanúrslit fram í hálfleik og fjórar sem komast í úrslit keppa á milli 3. og 4. leikhluta.

Karlar:

Brynjar Björnsson, KR

Páll Axel Vilbergsson, Grindavík

Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR

Jeb Ivey, Njarðvík

Dimitar Karadzokvski, Skallagrím

Jovan Zdravevski, Skallagrím

Pétur Már Sigurðsson, Skallagrím

Axel Kárason, Skallagrím

Bojan Bojavic, Hamri/Selfoss

Friðrik Hreinsson, Hamri/Selfoss

Hallgrímur Brynjólfsson, Hamri/Selfoss

Milojica Zekovic, Tindastóli

Lamar Karim, Tindastóli

Magnús Þór Gunarsson, Keflavík

Nate Brown, ÍR

Ólafur Sigurðsson, ÍR

Steinar Arason, ÍR

Sveinbjörn Claessen, ÍR

Sigurður Einarsson, Haukum

Rob Hodgson, Þór Þorlákshöfn

Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli

Justin Shouse, Snæfelli

Konur:

Helena Sverrisdóttir , Haukum

Ifeoma Okonkwo, Haukum

Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum

Svava Ó Stefánsdóttir, Keflavík

Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík

Ingibjörg E Vilbergsdóttir, Keflavík

TaKesha Watson, Keflavík

Alma R Garðarsdóttir, Grindavík

Hildur Sigurðardóttir, Grindavík

Stella R Kristjánsdóttir, ÍS

Dúfa D Ásbjörnsdóttir, Hamri

Ragnheiður Theodórsdóttir, Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×