James Bond etur kappi við Bretadrottningu 12. janúar 2007 16:40 Hennar hátign, Bretadrottning og starfsmaður í þjónustu hennar, James nokkur Bond, takast á um toppsæti BAFTA verðlaunanna. Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í dag. Nýja James Bond kvikmyndin, Casino Royale, fékk alls níu tilefningar en The Queen, þar sem Helen Mirren leikur Bretadrottningu í krísu vegna láts Díönu prinsessu fær 10 tilnefningar. Aðalleikarar beggja mynda eru einnig tilnefndir fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla og kvenna, Daniel Craig sem Bond og Mirren sem Elísabet Bretadrottning. Helen Mirren á svo í keppni við Judi Dench fyrir Notes On A Scandal, Kate Winslet fyrir Little Children, Penelope Cruz fyrir Volver and Meryl Streep fyrir The Devil Wears Prada. Bond á hins vegar í höggi við Leonardo DiCaprio fyrir The Departed, Richard Griffiths fyrir The History Boys, Forest Whitaker fyrir The Last King Of Scotland og Peter O'Toole fyrir Venus. Tilnefningar fyrir bestu myndina fá Babel, The Departed, The Last King Of Scotland, Little Miss Sunshine og The Queen. Leikstjóraverðlaunin lenda hjá Alejandro Gonzalez Inarritu (Babel), Martin Scorsese (The Departed), Jonathan Dayton/Valerie Faris (Little Miss Sunshine), Stephen Frears (The Queen) eða Paul Greengrass (United 93). Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hennar hátign, Bretadrottning og starfsmaður í þjónustu hennar, James nokkur Bond, takast á um toppsæti BAFTA verðlaunanna. Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í dag. Nýja James Bond kvikmyndin, Casino Royale, fékk alls níu tilefningar en The Queen, þar sem Helen Mirren leikur Bretadrottningu í krísu vegna láts Díönu prinsessu fær 10 tilnefningar. Aðalleikarar beggja mynda eru einnig tilnefndir fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla og kvenna, Daniel Craig sem Bond og Mirren sem Elísabet Bretadrottning. Helen Mirren á svo í keppni við Judi Dench fyrir Notes On A Scandal, Kate Winslet fyrir Little Children, Penelope Cruz fyrir Volver and Meryl Streep fyrir The Devil Wears Prada. Bond á hins vegar í höggi við Leonardo DiCaprio fyrir The Departed, Richard Griffiths fyrir The History Boys, Forest Whitaker fyrir The Last King Of Scotland og Peter O'Toole fyrir Venus. Tilnefningar fyrir bestu myndina fá Babel, The Departed, The Last King Of Scotland, Little Miss Sunshine og The Queen. Leikstjóraverðlaunin lenda hjá Alejandro Gonzalez Inarritu (Babel), Martin Scorsese (The Departed), Jonathan Dayton/Valerie Faris (Little Miss Sunshine), Stephen Frears (The Queen) eða Paul Greengrass (United 93).
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira