Elton John spilar í einkaveislu í Reykjavík í kvöld 20. janúar 2007 17:43 Elton John á Reykjavíkurflugvelli fyrr í kvöld MYND/Stöð 2 Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Vél Elton Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli stundvíslega klukkan hálfsex en eftir því sem næst verður komist lét hann flytja flygil sinn hingað til lands nokkru áður. Skemmtidagskrá kvöldsins prýðir líka fjöldi innlendra stjarna. Þannig syngja til dæmis Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir með Stórsveit Reykjavíkur. þegar Elton stígur af sviði. Eins var reiknað með að fleiri þekkt erlend andlit sæjust í veislunni. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir konsertinn, en Fréttablaðið nefnir í dag upphæðina eina milljón dollara. Elton verður sextugur í marsElton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á ReykjavíkurflugvelliMYND/Stöð 2Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi. Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv. Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Vél Elton Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli stundvíslega klukkan hálfsex en eftir því sem næst verður komist lét hann flytja flygil sinn hingað til lands nokkru áður. Skemmtidagskrá kvöldsins prýðir líka fjöldi innlendra stjarna. Þannig syngja til dæmis Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir með Stórsveit Reykjavíkur. þegar Elton stígur af sviði. Eins var reiknað með að fleiri þekkt erlend andlit sæjust í veislunni. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir konsertinn, en Fréttablaðið nefnir í dag upphæðina eina milljón dollara. Elton verður sextugur í marsElton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á ReykjavíkurflugvelliMYND/Stöð 2Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi. Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv. Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira