Útgöngubanni lýst yfir í Beirút 25. janúar 2007 18:30 Kveikt var í bílum óeirðunum í Beirút í dag. MYND/AP Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Parísarráðstefnuna sóttu ráðamenn fjörutíu ríkja sem leggja líbönskum stjórnvöldum fé til endurreisnar samfélagsins. Það var í rústum eftir borgarastyrjöldina á árunum 1975-1990 og þegar uppbygging þess var komin nokkuð á veg skall á stríð Hizbollah-samtakanna og Ísraela. Innviðir þjóðfélagsins voru sprengdir aftur um nokkra áratugi og heilu þorpin í suðurhluta landsins voru eyðilögð. Af þessum sökum eru skuldir Líbanons rúmlega 2.500 milljarðar króna, sem jafngildir tæplega tveggja ára þjóðarframleiðslu landsins. Á ráðstefnunni í dag lofuðu þátttökuríkin að leggja líbönsku stjórninni til liðlega fimm hundruð milljarða króna í formi lána og styrkja. Vonast er til að þar með dragi úr ólgunni í Líbanon en undanfarin misseri hafa Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sótt mjög að ríkisstjórn Fuad Saniora. Ákvarðanir Parísarfundarins virðast enn sem komið er hafa lítið að segja því í Beirút í dag kom enn eina ferðina til harkalegra átaka á milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar. Til skotbardaga kom við einn af háskólum borgarinnar og er talið að fjórir hafi beðið bana og 35 hafi særst. Ekki er vitað hverjir skutu á námsmennina en al-Manar-sjónvarpsstöðin, sem rekin er af Hizbollah-samtökunum, segir að vígamennirnir séu á mála hjá Saad Hariri, oddvita stjórnarflokkanna á líbanska þinginu. Kveikt var í bílum í óeirðunum og skemmdir unnar á verslunum og varð að kalla út herlið þar sem lögregla fékk ekki neitt við ráðið. Nú síðdegis setti líbanski herinn útgöngubann í Beirút og verður það í gildi að minnsta kosti þangað til í fyrramálið. Erlent Fréttir Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Parísarráðstefnuna sóttu ráðamenn fjörutíu ríkja sem leggja líbönskum stjórnvöldum fé til endurreisnar samfélagsins. Það var í rústum eftir borgarastyrjöldina á árunum 1975-1990 og þegar uppbygging þess var komin nokkuð á veg skall á stríð Hizbollah-samtakanna og Ísraela. Innviðir þjóðfélagsins voru sprengdir aftur um nokkra áratugi og heilu þorpin í suðurhluta landsins voru eyðilögð. Af þessum sökum eru skuldir Líbanons rúmlega 2.500 milljarðar króna, sem jafngildir tæplega tveggja ára þjóðarframleiðslu landsins. Á ráðstefnunni í dag lofuðu þátttökuríkin að leggja líbönsku stjórninni til liðlega fimm hundruð milljarða króna í formi lána og styrkja. Vonast er til að þar með dragi úr ólgunni í Líbanon en undanfarin misseri hafa Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sótt mjög að ríkisstjórn Fuad Saniora. Ákvarðanir Parísarfundarins virðast enn sem komið er hafa lítið að segja því í Beirút í dag kom enn eina ferðina til harkalegra átaka á milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar. Til skotbardaga kom við einn af háskólum borgarinnar og er talið að fjórir hafi beðið bana og 35 hafi særst. Ekki er vitað hverjir skutu á námsmennina en al-Manar-sjónvarpsstöðin, sem rekin er af Hizbollah-samtökunum, segir að vígamennirnir séu á mála hjá Saad Hariri, oddvita stjórnarflokkanna á líbanska þinginu. Kveikt var í bílum í óeirðunum og skemmdir unnar á verslunum og varð að kalla út herlið þar sem lögregla fékk ekki neitt við ráðið. Nú síðdegis setti líbanski herinn útgöngubann í Beirút og verður það í gildi að minnsta kosti þangað til í fyrramálið.
Erlent Fréttir Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira