Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið 28. janúar 2007 12:15 Eiður Smári hefur mátt þola að vera á eftir Javier Saviola í goggunarröðinni hjá Barcelona upp á síðkastið. MYND/Getty Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira