Hefnd er efst í huga Wenger 28. janúar 2007 14:00 Arsene Wenger hefur úr takmörkuðum hópi leikmanna að velja fyrir leikinn gegn Bolton í dag vegna meiðsla og leikbanna. MYND/Getty Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Sjá meira
Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Sjá meira