Tiger nálgast efstu menn 28. janúar 2007 14:30 Tiger Woods spilaði í bláu í gær. Hann mun væntanlega skipta yfir í rauða litinn fyrir lokaslaginn í kvöld. MYND/Getty Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger. Golf Íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger.
Golf Íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira