Forstjóri MEST hættir vegna ágreinings 30. janúar 2007 10:29 Þórður Birgir Bogason hefur starfað fyrir MEST ehf frá árinu 2005. Þórður Birgir Bogason forstjóri MEST ehf hefur óskað eftir að láta af störfum fyrir fyrirtækið. Ástæðan er ósætti um framtíðarsýn fyrirtækisins. Stjórn félagsins hefur gengið frá starfslokasamningi við Þórð og mun Bjarni Gunnarsson stjórnarformaður MEST ehf taka tímabundið við starfi forstjóra. Verið er að kynna breytingarnar á starfsmannafundi. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Þórður að ástæður brotthvarfs síns úr forstjórastólnum væru að mestu vegna ósættis á faglegum áherslum: "Fyrst og fremst erum við ósammála um hvernig við viljum leiða fyrirtækið inn í framtíðina og aðferðafræði tengda því." Þórður segir að ferlið hafi tekið nokkrar vikur, en þegar ljóst var að leiðir hans og eigendanna lágu ekki saman í framtíðinni, ákvað hann að draga sig í hlé. Þórður ítrekar að ekki sé um persónulegan ágreining að ræða. Bjarni staðfesti ágreininginn og sagði: "Þegar menn eru sammála um að vera ósammála, þá skilja leiðir og ekkert óeðlielgt við það. Þórður hefur staðið sig frábærlega vel, en þegar stjórnendur og eigendur greinir á er eðilegt að stjórnandi hætti." Hafist verður handa við að leita eftir nýjum forstjóra sem fyrst. Ekki liggur fyrir hvað Þórður mun taka sér fyrir hendur, en hann segist vera að hugsa sinn gang. Þórður var ráðinn til að leiða samruna fyrirtækjanna Merkúr og Steypustöðvarinnar sem urðu MEST haustið 2005. Síðan þá hefur MEST orðið eitt öflugasta fyrirtæki landsins með vörur og þjónustu fyrir byggingariðnað og verklegar framkvæmdir. Síðastliðið haust sameinuðust MEST og Súperbygg undir merkjum MEST en áætluð velta sameinaðs félags er um 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 270 talsins. MEST flutti nýlega höfuðstöðvar sínar að Fornubúðum í Hafnarfirði. Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Þórður Birgir Bogason forstjóri MEST ehf hefur óskað eftir að láta af störfum fyrir fyrirtækið. Ástæðan er ósætti um framtíðarsýn fyrirtækisins. Stjórn félagsins hefur gengið frá starfslokasamningi við Þórð og mun Bjarni Gunnarsson stjórnarformaður MEST ehf taka tímabundið við starfi forstjóra. Verið er að kynna breytingarnar á starfsmannafundi. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Þórður að ástæður brotthvarfs síns úr forstjórastólnum væru að mestu vegna ósættis á faglegum áherslum: "Fyrst og fremst erum við ósammála um hvernig við viljum leiða fyrirtækið inn í framtíðina og aðferðafræði tengda því." Þórður segir að ferlið hafi tekið nokkrar vikur, en þegar ljóst var að leiðir hans og eigendanna lágu ekki saman í framtíðinni, ákvað hann að draga sig í hlé. Þórður ítrekar að ekki sé um persónulegan ágreining að ræða. Bjarni staðfesti ágreininginn og sagði: "Þegar menn eru sammála um að vera ósammála, þá skilja leiðir og ekkert óeðlielgt við það. Þórður hefur staðið sig frábærlega vel, en þegar stjórnendur og eigendur greinir á er eðilegt að stjórnandi hætti." Hafist verður handa við að leita eftir nýjum forstjóra sem fyrst. Ekki liggur fyrir hvað Þórður mun taka sér fyrir hendur, en hann segist vera að hugsa sinn gang. Þórður var ráðinn til að leiða samruna fyrirtækjanna Merkúr og Steypustöðvarinnar sem urðu MEST haustið 2005. Síðan þá hefur MEST orðið eitt öflugasta fyrirtæki landsins með vörur og þjónustu fyrir byggingariðnað og verklegar framkvæmdir. Síðastliðið haust sameinuðust MEST og Súperbygg undir merkjum MEST en áætluð velta sameinaðs félags er um 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 270 talsins. MEST flutti nýlega höfuðstöðvar sínar að Fornubúðum í Hafnarfirði.
Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira