Viðskipti innlent

Methagnaður Sparisjóðsins í Keflavík

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um 4,7 milljarða eftir skatta á síðasta ári. Þetta er aukning um 3,5 milljarða en árið 2005 var hagnaðurinn 1,2 milljarðar. Arðsemi eigin fjár var 124,5% á árinu og námu vaxtatekjur 4,2 milljörðum. Í tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Geirmundi Kristinssyni að markaðsaðstæður hafi verið sparisjóðnum afar hagstæðar og gengishagnaður og tekjur af hlutabréfum og öðrum eignahlutum aukist til muna.

Hér fyrir neðan má sjá lykiltölur og fréttatilkynningu SparKef sem pdf-skjal.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×