Upptaka af loftárás á bandamenn 6. febrúar 2007 18:45 Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. Það var í lok mars 2003 sem bandarísk A-10 orustuþota skaut á lest brynvarinna bíla í Basra. Breskur hermaður féll og fjórir særðust. Síðan þá hafa bæði breski og bandaríski herinn rannsakað atvikið. Réttarrannsókn á dauða hermannsins hefur tafist nokkuð og var frestað í síðustu viku þar sem myndband úr stjórnklefa orustuþotunnar fékkst ekki afhent. Var breska varnarmálaráðuneytinu gefinn frestur til að fá leyfi bandarískra hermálayfirvalda til að birta myndbandið. Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir myndbandið og birtu það í dag. Fram kemur í blaðinu að flugmennirnir hafi séð að bifreiðarnar voru merktar appelsínugulum lit sem er tákn Atlantshafsbandalagsins um að bandamenn séu á ferð. Flugmennirnir munu þá hafa spurt yfirmann sinn á jörðu niðri hvort bandamenn væru á svæðinu. Því hafi hann neitað og þá hafi verið skotið á bílalestina. Síðan hafi flugmönnunum borist fréttir af því að einn hefði fallið og það bandamaður þeirra. Á myndbandinu má heyra hvar þeir bölva, harma atburðinn og óttast jafnvel að þeir eigi yfir höfði sér fangelsisdóm. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, sagði í dag að atburðurinn yrði rannsakaður til hlítar í samvinnu við Bandaríkjamenn. Fulltrúar Sun afhentu dánardómstjóra myndbandið í dag og skömmu síðar afléttu Bandaríkjamenn leynd af því. Myndbandið verður því notað við réttarrannsókn á dauða breska hermannsins. Erlent Fréttir Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. Það var í lok mars 2003 sem bandarísk A-10 orustuþota skaut á lest brynvarinna bíla í Basra. Breskur hermaður féll og fjórir særðust. Síðan þá hafa bæði breski og bandaríski herinn rannsakað atvikið. Réttarrannsókn á dauða hermannsins hefur tafist nokkuð og var frestað í síðustu viku þar sem myndband úr stjórnklefa orustuþotunnar fékkst ekki afhent. Var breska varnarmálaráðuneytinu gefinn frestur til að fá leyfi bandarískra hermálayfirvalda til að birta myndbandið. Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir myndbandið og birtu það í dag. Fram kemur í blaðinu að flugmennirnir hafi séð að bifreiðarnar voru merktar appelsínugulum lit sem er tákn Atlantshafsbandalagsins um að bandamenn séu á ferð. Flugmennirnir munu þá hafa spurt yfirmann sinn á jörðu niðri hvort bandamenn væru á svæðinu. Því hafi hann neitað og þá hafi verið skotið á bílalestina. Síðan hafi flugmönnunum borist fréttir af því að einn hefði fallið og það bandamaður þeirra. Á myndbandinu má heyra hvar þeir bölva, harma atburðinn og óttast jafnvel að þeir eigi yfir höfði sér fangelsisdóm. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, sagði í dag að atburðurinn yrði rannsakaður til hlítar í samvinnu við Bandaríkjamenn. Fulltrúar Sun afhentu dánardómstjóra myndbandið í dag og skömmu síðar afléttu Bandaríkjamenn leynd af því. Myndbandið verður því notað við réttarrannsókn á dauða breska hermannsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira