ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa 7. febrúar 2007 20:45 Daníel Ortega, forseti Níkaragúa. MYND/AP Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Erlent Fréttir Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Erlent Fréttir Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent