ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa 7. febrúar 2007 20:45 Daníel Ortega, forseti Níkaragúa. MYND/AP Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira