Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2025 17:04 VIð undirritun samkomulagsins í dag. Stjórnarráðið Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma. Fjárfesting ríkisins vegna þessa nemur 2,2 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að þetta komi fram í samkomulagi sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar Landsnets og Rarik undirrituðu á Þórshöfn í dag. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið muni hafa forgöngu í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið um að ríkið styðji við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna árið 2026. Tímamót eftir áralanga óvissu Um sé að ræða tímamótasamkomulag eftir áralanga óvissu um verkaskiptingu í raforkumálum svæðisins. Samkomulagið feli í sér að Rarik mun strax hefjast handa við að styrkja afhendingu raforku á Þórshöfn með lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Landsnet muni á sama tíma hraða uppbyggingu nýs tengivirkis á Bakka, til að auðvelda tvítengingu Húsavíkur í gegnum Bakka og samhliða því opna á mögulega starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Gert sé ráð fyrir að báðum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028. Landsnet hafi jafnframt skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Vopnafjarðar með viðkomu í Þórshöfn. Framkvæmdin verði sett inn á kerfisáætlun fyrirtækisins og undirbúningur fari strax af stað. Stjórnvöld muni leitast við að skapa forsendur til þess að flýta megi framkvæmdinni, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu á svæðinu, og Landsnet hyggist vinna með stjórnvöldum að því markmiði. Ríkisstjórnin hafi sett af stað vinnu í sumar við kortlagningu á stöðu atvinnumála á Húsavík og nágrenni í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka. Í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins sé lögð áhersla á að ráðist verði í styrkingu flutningskerfis raforku á Norðausturlandi. Aðgerðirnar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Landsnet og Rarik kynntu í dag séu viðbragð við þessu og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Höggva á hnútinn „Loksins höggvum við á raforkuhnútinn á Norðausturlandi. Samkomulagið felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum,“ er haft eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Haft er eftir Rögnu Árnadóttur, forstjóra Landsnets að raforkumál á Norðausturlandi hafi verið lengi til skoðunar og umræðu. Það sé mjög gott að nú sé komin niðurstaða í þessu mikilvæga máli í samvinnu stjórnvalda, Landsnets og Rarik. Lausnin sem unnið verði að feli í sér aukið afhendingaröryggi á svæðinu og auk þess fjölmörg tækifæri til uppbyggingar, svæðinu og landinu öllu til heilla. Hagur þjóðarinnar allrar „Við erum þakklát umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu fyrir að stíga hér inn. Framlagið frá ríkinu til þessa verkefnis skiptir miklu máli og gerir okkur kleift að fara í þessa viðamiklu framkvæmd. Málið hefur átt sér langan aðdraganda og við fögnum því að stjórnvöld sjái og skilji þörfina fyrir uppbyggingu raforkukerfisins. Það er líka gleðiefni að Landsnet hyggist vinna með stjórnvöldum að því að flýta fyrir framkvæmdum við tvítengingu þéttbýlisstaða á þessu svæði,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra Rarik. Fyrirtækinu þyki alltaf vont að geta ekki mætt þörfum viðskiptavina þess. Velmegun og tækifæri hafi ávallt fylgt rafvæðingu byggða og það sé hagur allrar þjóðarinnar að íbúar og fyrirtæki á NA-landi njóti sömu tækifæra til búsetu og verðmætasköpunar og aðrir íbúar landsins. „Greining Verkís staðfesti að til lengri tíma er nauðsynlegt að koma á 132 kV hringtengingu frá flutningskerfi Landsnets til að tryggja afhendingaröryggi og tækifæri til framtíðar. Með þeim aðgerðum sem Rarik getur ráðist í núna náum við að mæta brýnustu þörfinni fyrir aukna afhendingargetu á Þórshöfn. Jafnframt höfum við verið í uppbyggingu á Vopnafirði og höfum tvöfaldað spennaafl okkar þar en sú stækkun, auk stærri tengingar frá flutningskerfinu, er forsenda þess að við náum að afhenda rafmagn um nýjan 33 kV streng til Þórshafnar." Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Langanesbyggð Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að þetta komi fram í samkomulagi sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar Landsnets og Rarik undirrituðu á Þórshöfn í dag. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið muni hafa forgöngu í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið um að ríkið styðji við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna árið 2026. Tímamót eftir áralanga óvissu Um sé að ræða tímamótasamkomulag eftir áralanga óvissu um verkaskiptingu í raforkumálum svæðisins. Samkomulagið feli í sér að Rarik mun strax hefjast handa við að styrkja afhendingu raforku á Þórshöfn með lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Landsnet muni á sama tíma hraða uppbyggingu nýs tengivirkis á Bakka, til að auðvelda tvítengingu Húsavíkur í gegnum Bakka og samhliða því opna á mögulega starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Gert sé ráð fyrir að báðum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028. Landsnet hafi jafnframt skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Vopnafjarðar með viðkomu í Þórshöfn. Framkvæmdin verði sett inn á kerfisáætlun fyrirtækisins og undirbúningur fari strax af stað. Stjórnvöld muni leitast við að skapa forsendur til þess að flýta megi framkvæmdinni, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu á svæðinu, og Landsnet hyggist vinna með stjórnvöldum að því markmiði. Ríkisstjórnin hafi sett af stað vinnu í sumar við kortlagningu á stöðu atvinnumála á Húsavík og nágrenni í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka. Í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins sé lögð áhersla á að ráðist verði í styrkingu flutningskerfis raforku á Norðausturlandi. Aðgerðirnar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Landsnet og Rarik kynntu í dag séu viðbragð við þessu og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Höggva á hnútinn „Loksins höggvum við á raforkuhnútinn á Norðausturlandi. Samkomulagið felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum,“ er haft eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Haft er eftir Rögnu Árnadóttur, forstjóra Landsnets að raforkumál á Norðausturlandi hafi verið lengi til skoðunar og umræðu. Það sé mjög gott að nú sé komin niðurstaða í þessu mikilvæga máli í samvinnu stjórnvalda, Landsnets og Rarik. Lausnin sem unnið verði að feli í sér aukið afhendingaröryggi á svæðinu og auk þess fjölmörg tækifæri til uppbyggingar, svæðinu og landinu öllu til heilla. Hagur þjóðarinnar allrar „Við erum þakklát umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu fyrir að stíga hér inn. Framlagið frá ríkinu til þessa verkefnis skiptir miklu máli og gerir okkur kleift að fara í þessa viðamiklu framkvæmd. Málið hefur átt sér langan aðdraganda og við fögnum því að stjórnvöld sjái og skilji þörfina fyrir uppbyggingu raforkukerfisins. Það er líka gleðiefni að Landsnet hyggist vinna með stjórnvöldum að því að flýta fyrir framkvæmdum við tvítengingu þéttbýlisstaða á þessu svæði,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra Rarik. Fyrirtækinu þyki alltaf vont að geta ekki mætt þörfum viðskiptavina þess. Velmegun og tækifæri hafi ávallt fylgt rafvæðingu byggða og það sé hagur allrar þjóðarinnar að íbúar og fyrirtæki á NA-landi njóti sömu tækifæra til búsetu og verðmætasköpunar og aðrir íbúar landsins. „Greining Verkís staðfesti að til lengri tíma er nauðsynlegt að koma á 132 kV hringtengingu frá flutningskerfi Landsnets til að tryggja afhendingaröryggi og tækifæri til framtíðar. Með þeim aðgerðum sem Rarik getur ráðist í núna náum við að mæta brýnustu þörfinni fyrir aukna afhendingargetu á Þórshöfn. Jafnframt höfum við verið í uppbyggingu á Vopnafirði og höfum tvöfaldað spennaafl okkar þar en sú stækkun, auk stærri tengingar frá flutningskerfinu, er forsenda þess að við náum að afhenda rafmagn um nýjan 33 kV streng til Þórshafnar."
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Langanesbyggð Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira