Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun 13. febrúar 2007 12:50 Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun. Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun.
Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira