Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara 14. febrúar 2007 15:58 Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lýkur væntanlega á morgun. MYND/GVA Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins. Fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins.
Fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira