Ferguson: Leikmenn Lille voru til skammar 20. febrúar 2007 22:40 Ferguson náði ekki upp í nefið á sér eftir framkomu leikmanna Lille AFP Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson. Ryan Giggs skoraði beint úr aukaspyrnu sem hann tók með leyfi dómarans, en þá voru varnarmenn og markvörður franska liðsins hvergi nærri tilbúnir og boltinn sveif því auðveldlega í netið. Frammistaða dómarans verður með öllu að teljast nokkuð einkennileg, því allt útlit var fyrir að dómarinn ætlaði að stöðva leikinn og gera athugasemdir við varnarveginn þegar skotið kom skyndilega. Alex Ferguson var þó á öðru máli og ljóst er að markið stendur sama hvað raular eða tautar. Skotinn var á því að hegðun þeirra frönsku hafi verið skammarleg. "Knattspyrnusambandið verður að gera eitthvað í þessari framkomu leikmanna Lille, því hún var skammarleg og á alls ekki heima í fótbolta. Starfsmenn Lille voru að hvetja leikmennina til að koma af velli og ég hef aldrei á minni ævi séð annað eins. UEFA verður að taka hart á þessu máli, það er nauðsynlegt. Svo til að kóróna allt rigndi blysum yfir Gary Neville og starfsfólk okkar eftir þetta. Aukaspyrnur á borð við þessa eru orðnar daglegt brauð í boltanum og ég hef séð það fimm eða sex sinnum á Englandi og þar af einum þrisvar sinnum frá Arsenal," sagði Ferguson gáttaður. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson. Ryan Giggs skoraði beint úr aukaspyrnu sem hann tók með leyfi dómarans, en þá voru varnarmenn og markvörður franska liðsins hvergi nærri tilbúnir og boltinn sveif því auðveldlega í netið. Frammistaða dómarans verður með öllu að teljast nokkuð einkennileg, því allt útlit var fyrir að dómarinn ætlaði að stöðva leikinn og gera athugasemdir við varnarveginn þegar skotið kom skyndilega. Alex Ferguson var þó á öðru máli og ljóst er að markið stendur sama hvað raular eða tautar. Skotinn var á því að hegðun þeirra frönsku hafi verið skammarleg. "Knattspyrnusambandið verður að gera eitthvað í þessari framkomu leikmanna Lille, því hún var skammarleg og á alls ekki heima í fótbolta. Starfsmenn Lille voru að hvetja leikmennina til að koma af velli og ég hef aldrei á minni ævi séð annað eins. UEFA verður að taka hart á þessu máli, það er nauðsynlegt. Svo til að kóróna allt rigndi blysum yfir Gary Neville og starfsfólk okkar eftir þetta. Aukaspyrnur á borð við þessa eru orðnar daglegt brauð í boltanum og ég hef séð það fimm eða sex sinnum á Englandi og þar af einum þrisvar sinnum frá Arsenal," sagði Ferguson gáttaður.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira