Jóhannes spurður út í bátamál á Miami 26. febrúar 2007 16:58 Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs Fréttir Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs
Fréttir Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira